Óvíst hvort Casemiro og Maguire verði áfram hjá Man Utd - Glasner ætlar ekki að framlengja - Joelinton gæti farið frá Newcastle
   lau 06. desember 2025 17:19
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Ófarir Fiorentina halda áfram - Óttar Magnús skoraði annan leikinn í röð
Albert er á botninum með Fiorentina
Albert er á botninum með Fiorentina
Mynd: EPA
Óttar skoraði annan leikinn í röð
Óttar skoraði annan leikinn í röð
Mynd: Oakland Roots
Fiorentina er komið niður í botnsæti Seríu A eftir að hafa tapað fyrir Sassuolo, 3-1, í dag.

Ófarir Fiorentina halda áfram eftir að ágætis síðasta tímabil en það hefur ekki enn unnið deildarleik.

Albert Guðmundsson lék allan leikinn fyrir Fiorentina en gestirnir náðu forystunni á 9. mínútu eftir að Arijanet Muric braut á Fabiano Parisi í teignum. Albert fór ekki á punktinn heldur var það Rolando Mandragora sem tók spyrnuna og skoraði.

Sassuolo svaraði með tveimur mörkum áður en hálfleikurinn var úti og þá gerði Ismael Kone út um leikinn í þeim síðari.

Fiorentina er á botninum með 6 stig eftir fjórtán leiki en Sassuolo í 8. sæti með 20 stig.

Óttar Magnús Karlsson skoraði annan leikinn í röð er Renate gerði 1-1 jafntefli við Pro Vercelli í C-deildinni.

Víkingurinn skoraði mark sitt á 18. mínútu en Pro Vercelli jafnaði snemma í þeim síðari.

Renate er í 9. sæti A-riðils með 24 stig eftir sautján leiki.

Sassuolo 3 - 1 Fiorentina
0-1 Rolando Mandragora ('9 , víti)
1-1 Cristian Volpato ('14 )
2-1 Tarik Muharemovic ('45 )
3-1 Ismael Kone ('65 )
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 15 11 0 4 34 14 +20 33
2 Milan 15 9 5 1 24 13 +11 32
3 Napoli 15 10 1 4 22 13 +9 31
4 Roma 16 10 0 6 17 10 +7 30
5 Juventus 16 8 5 3 21 15 +6 29
6 Bologna 15 7 4 4 23 13 +10 25
7 Como 15 6 6 3 19 12 +7 24
8 Lazio 16 6 5 5 17 11 +6 23
9 Atalanta 16 5 7 4 20 18 +2 22
10 Sassuolo 16 6 3 7 21 20 +1 21
11 Cremonese 16 5 6 5 18 18 0 21
12 Udinese 16 6 3 7 17 27 -10 21
13 Torino 16 5 5 6 16 26 -10 20
14 Lecce 15 4 4 7 11 19 -8 16
15 Cagliari 16 3 6 7 17 23 -6 15
16 Parma 15 3 5 7 10 18 -8 14
17 Genoa 16 3 5 8 16 24 -8 14
18 Verona 15 2 6 7 13 22 -9 12
19 Pisa 16 1 8 7 12 22 -10 11
20 Fiorentina 16 1 6 9 17 27 -10 9
Athugasemdir
banner