Mauricio Pochettino, landsliðsþjálfari Bandaríkjanna, segir að honum dreymi um að snúa aftur í úrvalsdeildina og ætlar sér að vinna hana.
Hann var nálægt því tímabilið 2016/17 þegar hann stýrði Tottenham en liðið hafnaði í 2. sæti sjö stigum á eftir Chelsea. Hann kom liðinu í úrslit Meistaradeildarinnar árið 2019 en liðið tapaði gegn Liverpool.
Hann var nálægt því tímabilið 2016/17 þegar hann stýrði Tottenham en liðið hafnaði í 2. sæti sjö stigum á eftir Chelsea. Hann kom liðinu í úrslit Meistaradeildarinnar árið 2019 en liðið tapaði gegn Liverpool.
Pochettino ræddi við BBC um mögulega endurkomu í úrvalsdeildina.
„Við vorum svo nálægt því að vinna úrvalsdeildina og Meistaradeildina hjá Tottenham. Ég vil ná því, ég er enn ungur, ég hef orkuna, reynsluna og hvatninguna til að reyna það í framtíðinni. Ég vil gera fjölskylduna mína stolta," sagði Pochettino.
Hann stýrði einnig Chelsea áður en hann tók við bandariska landsliðinu í fyrra.
Athugasemdir


