Rúnar Ingi Eysteinsson mun, samkvæmt heimildum Fótbolta.net, semja við Grindavík og skipta yfir til félagsins eftir tvö tímabil á samningi í Keflavík.
Rúnar, sem er 22 ára sóknarmaður, samdi við Keflavík eftir að hafa leikið þrjú tímabil með Augnabliki, en hann er uppalinn hjá Breiðabliki.
Rúnar, sem er 22 ára sóknarmaður, samdi við Keflavík eftir að hafa leikið þrjú tímabil með Augnabliki, en hann er uppalinn hjá Breiðabliki.
Hann skoraði eitt mark í sjö leikjum með Keflavík en meiðsli settu stórt strik í það tímabil hjá kappanum. Á liðnu tímabili lék hann með Þrótti Vogum í 2. deild á láni og skoraði tólf mörk í 22 deildarleikjum og endaði sem þriðji markahæsti leikmaður deildairnnar.
Hann er núna á leið í Grindavík í Lengjudeildinni en félagið hefur þegar krækt í þá Damir Muminovic og Hjörvar Daða Arnarsson. Grindavík seldi Adam Árna Róbertsson til Þróttar í vikunni, en hann raðaði inn mörkum á liðnu tímabili, en félagið fær nú inn annan markaskorara.
Athugasemdir




