Mainoo eftirsóttur - Forest ætlar að hækka verðmiðann á Anderson - Salah á förum?
banner
   lau 06. desember 2025 23:58
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Akureyri
Rúnar fer til Grindavíkur
Lengjudeildin
Í leik með Þrótti Vogum í sumar.
Í leik með Þrótti Vogum í sumar.
Mynd: Helgi Þór Gunnarsson
Rúnar Ingi Eysteinsson mun, samkvæmt heimildum Fótbolta.net, semja við Grindavík og skipta yfir til félagsins eftir tvö tímabil á samningi í Keflavík.

Rúnar, sem er 22 ára sóknarmaður, samdi við Keflavík eftir að hafa leikið þrjú tímabil með Augnabliki, en hann er uppalinn hjá Breiðabliki.

Hann skoraði eitt mark í sjö leikjum með Keflavík en meiðsli settu stórt strik í það tímabil hjá kappanum. Á liðnu tímabili lék hann með Þrótti Vogum í 2. deild á láni og skoraði tólf mörk í 22 deildarleikjum og endaði sem þriðji markahæsti leikmaður deildairnnar.

Hann er núna á leið í Grindavík í Lengjudeildinni en félagið hefur þegar krækt í þá Damir Muminovic og Hjörvar Daða Arnarsson. Grindavík seldi Adam Árna Róbertsson til Þróttar í vikunni, en hann raðaði inn mörkum á liðnu tímabili, en félagið fær nú inn annan markaskorara.
Athugasemdir
banner
banner