Mohamed Salah hefur tjáð sig eftir að hafa byrjað á bekknum í þriðja leiknum í röð í jafntefli gegn Leeds í kvöld.
Hann var ónotaður varamaður í kvöld eins og gegn West Ham um síðustu helgi en hann spilaði seinni hálfleikinn gegn Sunderland á dögunum.
Salah hefur verið langt frá sínu besta en hann hraunaði yfir Arne Slot og Liverpool í viðtali við norska miðilinn TV 2 eftir leikinn í kvöld.
„Ég er á bekknum í fyrsta sinn á ferlinum. Ég er mjög vonsikinn. Ég hef gert svo mikið fyrir þetta félag. Ég skil ekki af hverju þetta er að koma fyrir mig. Ef ég væri einhvers staðar annars staðar myndi svona sögufrægt félag vernda leikmanninn sinn, ég veit ekki af hverju ég er í þessari stöðu. Það er eins og mér hafi verið hent undir rútuna því hann er vandamálið en ég tel að ég sé ekki vandamálið," sagði Slot.
Liverpool mætir Brighton 13. desember. Það er síðasti leikurinn áður en Salah fer á Afríkumótið. Salah sagðist hafa hringt í foreldra sína til að segja þeim að mæta á leikinn þar sem það gæti verið hans síðasti fyrir félagið.
„Ég sé til hvað gerist. Ég mun njóta leiksins hvort sem ég spila eða ekki," sagði Salah en hann hefur verið orðaður við Sádi-Arabíu undanfarið.
Athugasemdir



