Mainoo eftirsóttur - Forest ætlar að hækka verðmiðann á Anderson - Salah á förum?
   lau 06. desember 2025 16:07
Brynjar Ingi Erluson
Sjáðu Guimaraes skora beint úr horni
Mynd: EPA
Bruno Guimaraes, fyrirliði Newcastle United, skoraði Ólympíumark gegn Burnley á St. James' Park í dag.

Brasilíumaðurinn tók hornspyrnu á 31. mínútu sem sveif yfir alla í teignum og yfir hans gamla liðsfélaga Martin Dubravka í markinu og í netið.

Stórglæsilegt mark hjá Brassanum. Anthony Gordon tvöfaldaði síðan forystuna undir lok hálfleiksins úr vítaspyrnu.

Burnley er manni færri eftir að Lucas Pires fékk að líta rauða spjaldið fyrir brot á Anthony Elanga á 43. mínútu.

Sjáðu þetta stórkostlega mark hér


Athugasemdir
banner