Bruno Guimaraes, fyrirliði Newcastle United, skoraði Ólympíumark gegn Burnley á St. James' Park í dag.
Brasilíumaðurinn tók hornspyrnu á 31. mínútu sem sveif yfir alla í teignum og yfir hans gamla liðsfélaga Martin Dubravka í markinu og í netið.
Stórglæsilegt mark hjá Brassanum. Anthony Gordon tvöfaldaði síðan forystuna undir lok hálfleiksins úr vítaspyrnu.
Burnley er manni færri eftir að Lucas Pires fékk að líta rauða spjaldið fyrir brot á Anthony Elanga á 43. mínútu.
Sjáðu þetta stórkostlega mark hér
Bruno Guimaraes scores directly from a corner... and celebrates with the corner flag, of course ???? pic.twitter.com/PgzaELxhLf
— Premier League (@premierleague) December 6, 2025
Athugasemdir


