Óvíst hvort Casemiro og Maguire verði áfram hjá Man Utd - Glasner ætlar ekki að framlengja - Joelinton gæti farið frá Newcastle
   lau 06. desember 2025 16:36
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland: Annað tap Leverkusen í röð - Kane með þrennu í seinni hálfleik
Harry Kane skoraði ekki í síðustu tveimur leikjum en minnti á sig með þrennu í dag
Harry Kane skoraði ekki í síðustu tveimur leikjum en minnti á sig með þrennu í dag
Mynd: EPA
Leverkusen tapaði öðrum leiknum í röð
Leverkusen tapaði öðrum leiknum í röð
Mynd: EPA
Þýskalandsmeistarar Bayern München unnu magnaðan 5-0 sigur á Stuttgart í þrettándu umferð deildarinnar í dag. Kasper Hjulmand og lærisveinar hans í Bayer Leverkusen töpuðu þá öðrum deildarleiknum í röð.

Bayern heimsótti skemmtilegt lið Stuttgart á MHP-Arena sem hafði skorað í öllum deildarleikjum sínum fram að stórleiknum gegn Bayern.

Konrad Laimer kom gestunum í Bayern yfir á 11. mínútu leiksins eftir undirbúning Michael Olise og þá batt Harry Kane endi á tveggja leikja markaþurrð.

Hann fékk boltann frá Joshua Kimmich á miðsvæðinu, keyrði upp að teignum og hamraði boltanum síðan neðst í vinstra hornið. Fimmtánda deildarmark hans á tímabilinu.

Josip Stanisic skoraði þriðja mark Bayern á 78. mínútu eftir skelfileg mistök Alexander Nubel í markinu og fullkomnaði Kane þá þrennu sína með einu vítaspyrnumarki og svo þriðja markinu eftir stoðsendingu Olise.

Bayern er á toppnum með 37 stig eftir þrettán leiki.

Augsburg lagði Bayer Leverkusen að velli, 2-0. Þetta var annað tap Leverkusen í röð í deildinni eftir rafmagnaða byrjun undir stjórn Hjulmand.

Leverkusen er í 4. sæti með 23 stig en Augsburg í 13. sæti með 13 stig.

Ísak Bergmann Jóhannesson kom inn af bekknum í síðari hálfleik er Köln gerði 1-1 jafntefli við St. Pauli. Said El Mala skoraði eina mark Köln í leiknum, en á lokamínútunum jöfnuðu gestirnir metin og fjórði leikurinn í röð þar sem Köln tekst ekki að vinna andstæðing sinn.

Köln er í 8. sæti með 16 stig.

Wolfsburg 3 - 1 Union Berlin
1-0 Patrick Wimmer ('10 )
2-0 Mohamed Amoura ('30 )
3-0 Lovro Majer ('59 )
3-1 Stanley Nsoki ('68 )
3-1 Leopold Querfeld ('90 , Misnotað víti)

Stuttgart 0 - 5 Bayern
0-1 Konrad Laimer ('11 )
0-2 Harry Kane ('66 )
0-3 Josip Stanisic ('78 )
0-4 Harry Kane ('82 , víti)
0-5 Harry Kane ('88 )
Rautt spjald: Lorenz Assignon, Stuttgart ('81)

Heidenheim 2 - 1 Freiburg
0-1 Johan Manzambi ('40 )
1-1 Patrick Mainka ('59 )
2-1 Stefan Schimmer ('90 )

Augsburg 2 - 0 Bayer
1-0 Dimitrios Giannoulis ('6 )
2-0 Anton Kade ('28 )

Koln 1 - 1 St. Pauli
1-0 Said El Mala ('51 )
1-1 Ricky-Jade Jones ('90 )
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 15 13 2 0 55 11 +44 41
2 Dortmund 15 9 5 1 26 12 +14 32
3 Leverkusen 15 9 2 4 33 20 +13 29
4 RB Leipzig 15 9 2 4 30 19 +11 29
5 Hoffenheim 15 8 3 4 29 20 +9 27
6 Stuttgart 15 8 2 5 25 22 +3 26
7 Eintracht Frankfurt 15 7 4 4 30 30 0 25
8 Union Berlin 15 6 3 6 20 23 -3 21
9 Freiburg 15 5 5 5 25 26 -1 20
10 Werder 15 4 5 6 18 28 -10 17
11 Köln 15 4 4 7 22 24 -2 16
12 Gladbach 15 4 4 7 18 24 -6 16
13 Hamburger 15 4 4 7 16 25 -9 16
14 Wolfsburg 15 4 3 8 23 28 -5 15
15 Augsburg 15 4 2 9 17 28 -11 14
16 St. Pauli 15 3 3 9 13 26 -13 12
17 Heidenheim 15 3 2 10 13 34 -21 11
18 Mainz 15 1 5 9 13 26 -13 8
Athugasemdir
banner