sun 07. febrúar 2021 12:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Moyes: Vandræðalegt fyrir Mike Dean og VAR
Mynd: Getty Images
Tomas Soucek fékk að líta beint rautt spjald í gærkvöldi eftir viðskipti sín við Aleksandar Mitrovic í liði Fulham.

Sjá einnig:
„Hvernig sjá bæði Lee Mason og Mike Dean þetta sem rautt spjald?"
Redknapp um rauða spjaldið: Alvöru áhyggjuefni

Mike Dean og Lee Mason, VAR dómari leiksins, mátu að meint olnbogaskot Soucek réttlætti það að hann fengi beint rautt spjald. Þessu eru margir ósammála og dæmi þess má lesa í greinunum hér að ofan. Þeir Mason og Dean voru einnig í eldlínunni þegar Jan Bednarek var rekinn af velli gegn Manchester United en það rauða spjald var dregið til baka.

Einn af þeim sem er mjög ósammála er David Moyes, stjóri West Ham.

„Þeir eru góðir dómarar og hafa gert vel á sínum ferli. Það er það sem veldur mér auka áhyggjum að þeir hafi fengið þessa niðurstöðu í kvöld. Ég furða mig á því að þetta hafi verið skoðað yfir höfuð."

„Ég furða mig enn meira á því að Mike hafi ákveðið að athæfast eitthvað í þessu og lyfta rauða spjaldinu. Hvað getum við gert í þessu? Ég held að enginn skilji í raun reglurnar."

„Mér finnst það vandræðalegt fyrir Dean að hann hafi komist að þessari niðurstöðu."


Moyes sagði að Mitrovic hefði útskýrt fyrir Dean að þetta hefði verið óviljaverk.

„Þetta var algjört óviljaverk og þetta er vandræðaleg niðurstaða. Mér vinnst vandræðalegara að VAR hafi viljað skoða þetta því þetta var einfaldlega slys og það átti bara að halda leik áfram, það þurfti ekki að gera neitt meira."

Rauða spjaldið kom undir lok leiks og endaði leikur Fulham og West Ham með markalausu jafntefli.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 28 20 4 4 70 24 +46 64
2 Liverpool 28 19 7 2 65 26 +39 64
3 Man City 28 19 6 3 63 28 +35 63
4 Aston Villa 29 17 5 7 60 42 +18 56
5 Tottenham 28 16 5 7 59 42 +17 53
6 Man Utd 28 15 2 11 39 39 0 47
7 West Ham 29 12 8 9 46 50 -4 44
8 Brighton 28 11 9 8 50 44 +6 42
9 Wolves 28 12 5 11 42 44 -2 41
10 Newcastle 28 12 4 12 59 48 +11 40
11 Chelsea 27 11 6 10 47 45 +2 39
12 Fulham 29 11 5 13 43 44 -1 38
13 Bournemouth 28 9 8 11 41 52 -11 35
14 Crystal Palace 28 7 8 13 33 48 -15 29
15 Brentford 29 7 5 17 41 54 -13 26
16 Everton 28 8 7 13 29 39 -10 25
17 Luton 29 5 7 17 42 60 -18 22
18 Nott. Forest 29 6 7 16 35 51 -16 21
19 Burnley 29 4 5 20 29 63 -34 17
20 Sheffield Utd 28 3 5 20 24 74 -50 14
Athugasemdir
banner
banner
banner