
Það var vel við hæfi að Ganverji hafi séð um eldamennskuna á Ölveri í dag í aðdraganda leiks Gana og Íslands.
Geðþekkur náungi sem kallaður er Chris stóð vaktina og eldaði ofan í Tólfumeðlimi og aðra sem létu sjá sig í aðdraganda leiksins.
Chris er þó búinn að slökkva á grillinu og er á leiðinni á leikinn þegar þessi frétt er skrifuð.
Geðþekkur náungi sem kallaður er Chris stóð vaktina og eldaði ofan í Tólfumeðlimi og aðra sem létu sjá sig í aðdraganda leiksins.
Chris er þó búinn að slökkva á grillinu og er á leiðinni á leikinn þegar þessi frétt er skrifuð.
Eins og venjan er mætti Heimir Hallgrímsson á barinn og tilkynnti byrjunarliðið. Fjöldi erlendra fréttamanna var á staðnum en þeim var skipað að halda sig úti eða slökkva á myndavélunum á meðan liðið var opinberað.
Stemningin á Ölveri fyrir leik var þó öllu lágstemmdari en fyrir leikinn gegn Noregi enda sá leikur á laugardagskvöldi.
Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu frá leiknum sem hefst klukkan 20.
Ísland - Ghana !!! #12Tolfan #WorldCup @Olver_Sportbar pic.twitter.com/h6KI1PjqxI
— Sportbarinn Ölver (@Olver_Sportbar) June 7, 2018
Athugasemdir