Mohamed Salah hafnaði beiðni Liverpool um að hann færi í myndatöku til að skoða meiðsli hans áður en hann lék 90 mínútur fyrir egypska landsliðið á sunnudaginn.
Salah spilaði í gegnum meiðsli í 1-0 sigri gegn Gíneu í undankeppni Afríkukeppninnar.
Salah spilaði í gegnum meiðsli í 1-0 sigri gegn Gíneu í undankeppni Afríkukeppninnar.
„Salah varð fyrir meiðslum en spilaði í gegnum þau," sagði Ehab Galal, þjálfari Egyptalands.
Egyptaland á að spila gegn Eþíópíu á fimmtudag og svo vináttulandsleik gegn Suður-Kóreu eftir viku.
Salah fór meiddur af velli með nárameiðsli eftir 33 mínútur í sigri gegn Chelsea í úrslitaleik FA-bikarsins. Hann gat ekki spilað í sigri gegn Southampton þremur dögum síðar.
Framtíð Salah er enn í óvissu en núgildandi samningur hans við Liverpool rennur út eftir eitt ár. Barcelona hefur áhuga á að fá hann.
Athugasemdir