Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 07. júní 2023 13:49
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Real Madrid nær samkomulagi við Dortmund vegna Bellingham
Allt klappað og klárt
Jude Bellingham.
Jude Bellingham.
Mynd: Getty Images
Real Madrid hefur komist að samkomulagi við þýska úrvalsdeildarfélagið Borussia Dortmund um kaup á miðjumanninum Jude Bellingham.

Spænska stórveldið mun borga 100 milljónir evra fyrir Bellingham en sú upphæð gæti hækkað um nokkrar milljónir á næstu árum ef hann stendur sig vel.

Bellingham mun skrifa undir sex ára samning við Real Madrid sem gildir til ársins 2029.

Real Madrid er þar með að landa heitasta bitanum á markaðnum en Bellingham er 19 ára gamall miðjumaður sem hefur slegið í gegn í þýska boltanum.

Hann er orðinn mikilvægur hluti af enska landsliðinu þrátt fyrir ungan aldur og var frábær á HM í Katar á síðasta ári.

Bellingham var sterklega orðaður við Liverpool en félagið hætti við að kaupa hann út af kostnaðinum sem því fylgdi. Liverpool er núna að ganga frá kaupum á argentínska heimsmeistaranum Alexis Mac Allister fyrir 35 milljónir punda.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner