Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mið 07. júní 2023 13:30
Ívan Guðjón Baldursson
Ruben Neves bíður þolinmóður eftir Barcelona
Mynd: Getty Images

Portúgalski miðjumaðurinn Ruben Neves á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Wolves.


Ef Úlfunum tekst ekki að semja við leikmanninn gæti félagið kosið að selja hann í sumar til að missa hann ekki á frjálsri sölu að ári liðnu. 

Wolves hefur verið í viðræðum við Barcelona og gældu félögin við að skipta á Neves og Ansu Fati, ungstirni Barca sem hefur ekki fengið mikið af tækifærum undir stjórn Xavi, en ekkert varð úr þeim áformum þegar Fati sagðist ekki hafa áhuga á að skipta til Wolves.

Börsungar hafa mikinn áhuga á Neves en geta ekki keypt hann eins og staðan er í dag vegna fjármálaháttvísisreglna. Spænsku meistararnir gætu því kosið að bíða þar til næsta sumar þegar þeir geta krækt í Neves á frjálsri sölu.

Neves er 26 ára gamall og hefur spilað 253 leiki fyrir Wolves, auk þess að eiga 39 landsleiki að baki fyrir Portúgal.

Fabrizio Romano greinir frá því að Barca og Neves séu búin að komast að samkomulagi varðandi launamál. Þá eru góðar líkur á að Neves sé tilbúinn til að bíða í eitt ár, klára samninginn hjá Wolves og skipta svo yfir til Spánar á frjálsri sölu.

Inigo Martinez, 32 ára varnarmaður sem er að renna út á samningi hjá Athletic Bilbao, verður fyrsti leikmaðurinn til að ganga í raðir Barca í sumar.


Athugasemdir
banner