Santos, Baleba, Wharton, Anderson, Gallagher og Stiller á lista Man Utd - Rashford vill ganga alfarið í raðir Barcelona
Eric Garcia: Eiður var í einu sterkasta Barcelona liði sögunnar
Óli Valur um tímabilið: Maður lærir mest í mótlæti
Óli stoltur af frammistöðunni: Það er búið að ganga mikið á
Valgeir: Svekkjandi að hann hafi klúðrað á þessum tímapunkti
Karólína: Erfitt að skilja við liðið eftir EM
Glódís um sterka byrjun Bayern - „Á góðu róli en alltaf hægt að gera betur“
Steini býst við agressívum andstæðingum: Mætum til að spila til sigurs
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
banner
   þri 07. júlí 2020 22:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hrannar Snær: Dalvík getur ekki unnið okkur
„Er aðeins fyrir utan teiginn og smellhitti boltann
Hrannar fagnar marki sínu í kvöld.
Hrannar fagnar marki sínu í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Hrannar Snær Magnússon var maður leiksins þegar KF lagði Dalvík/Reyni, 2-4, á Dalvíkurvelli í 4. umferð 2. deildar karla í kvöld. Hrannar lék í vinstri bakverðinum og skoraði annað mark KF í leiknum. Hrannar er fæddur árið 2001 og er því á nítjánda aldursári.

Lestu um leikinn: Dalvík/Reynir 2 -  4 KF

„Þetta er geggjuð tilfinning. Við elskum að spila hérna og Dalvík getur ekki unnið okkur, geggjaður sigur," sagði Hrannar í viðtali í kvöld. KF er með mikið tak á Dalvík/Reyni og hefur ekki unnið deildarleik milli liðanna síðan 2014. Getur Hrannar útskýrt hvers vegna það er?

„Ég veit það ekki alveg. Við elskum þennan nágrannaslag og mætum 100% í alla leiki á móti þeim."

„Mér fannst við stýra leiknum vel í kvöld, vorum ákveðnir í hálfleik að við ætluðum að keyra betur inn í seinni hálfleikinn og það gekk upp," sagði Hrannar en upplifun fréttaritara var á þann veg að KF hefði verið öflugra liðið eftir að Dalvík/Reynir komst yfir í fyrri hálfleik. Staðan var 1-0 í hálfleik.

Hrannar var næst beðinn um að lýsa markinu sem hann skoraði.

„Held ég fái boltann frá Emi, kemst framhjá fyrsta varnarmanni, er aðeins fyrir utan teiginn og smellhitti boltann."

Hrannar var að lokum spurður út í uppáhaldsleikstöðu á vellinum, framhaldið og út í vítadómana tvo í leiknum. Viðtalið í heild sinni má sjá hér að ofan.
Athugasemdir