Enska úrvalsdeildarfélagið Brentford er í leit að nýjum miðverði og segir Sky Sports Dara O'Shea vera efstan á óskalistanum.
O'Shea er 25 ára gamall Íri sem gekk til liðs við Burnley fyrir 7 milljónir punda í fyrrasumar. Hann reyndist einn af fáum björtum punktum liðsins er Burnley féll niður um deild á síðustu leiktíð og því vill Burnley fá vel greitt fyrir leikmanninn.
O'Shea er uppalinn hjá West Bromwich Albion, frá 16 ára aldri, og er mikilvægur hlekkur í landsliði Írlands.
Talið er að Burnley vilji minnst fá 20 til 25 milljónir punda fyrir O'Shea.
Athugasemdir