Madueke og Gyökeres til Arsenal - Kudus til Tottenham - Chelsea þarf að selja
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
Óskar Hrafn: Ekkert grín að vera með þrjá fullvaxta karlmenn sem fá að faðma þig
   lau 07. september 2024 19:24
Stefán Marteinn Ólafsson
Gunnar Heiðar: Það eina sem vantaði var bara þetta mark
Lengjudeildin
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Njarðvíkingar tóku á móti nágrönnum sínum frá Keflavík í dag þegar 21.umferð Lengjudeildarinnar hóf göngu sína. 

Bæjarhátíðin Ljósanótt er í fullu fjöri og því vel við hæfi að þessi lið myndu mætast um helgina.


Lestu um leikinn: Njarðvík 0 -  0 Keflavík

„Ég er nátturlega aldrei sáttur að vinna ekki. Maður er í þessu til að vinna. Mér fannst við bara spila virkilega vel. Mér fannst við gera ótrúlega vel." Sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur eftir leikinn í dag.

„Mér fannst við vera eiginlega svona 'on top of things' eiginlega meirihlutan af leiknum og mér fannst við vera skapa þessi hættulegu færi til þess að skora en það var bara þetta litla extra sem vantaði svolítið hjá okkur. Boltinn dansaði þarna á línu og svona kjaftæði en annars fannst mér planið okkar fyrir þennan leik ganga fullkomnlega upp. Það eina sem vantaði var bara þetta mark." 

Njarðvíkingar áttu hræðilegan leik í síðustu umferð og var Gunnar Heiðar ánægður með svar sinna manna í dag.

„Algjörlega. Það var bara eitthvað sem við spjölluðum saman nátturlega. Fórum yfir hvað við hefðum getað gert betur og fleirra. Það vantaði einhvern neista í okkur fannst mér. Við vorum orðnir þreyttir og við mættum bara í þennan leik og gáfum gjörsamlega allt. Þeir hentu öllu á völlinn en því miður gekk það bara ekki í dag en við tökum þetta eina stig. Við verðum bara að virða það. Þetta er bullandi barátta ennþá. Allir leikir skipta máli og auðvitað vill maður vinna alla leiki." 

Nánar er rætt við Gunnar Heiðar Þorvaldsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir