De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   lau 07. september 2024 19:24
Stefán Marteinn Ólafsson
Gunnar Heiðar: Það eina sem vantaði var bara þetta mark
Lengjudeildin
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Njarðvíkingar tóku á móti nágrönnum sínum frá Keflavík í dag þegar 21.umferð Lengjudeildarinnar hóf göngu sína. 

Bæjarhátíðin Ljósanótt er í fullu fjöri og því vel við hæfi að þessi lið myndu mætast um helgina.


Lestu um leikinn: Njarðvík 0 -  0 Keflavík

„Ég er nátturlega aldrei sáttur að vinna ekki. Maður er í þessu til að vinna. Mér fannst við bara spila virkilega vel. Mér fannst við gera ótrúlega vel." Sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur eftir leikinn í dag.

„Mér fannst við vera eiginlega svona 'on top of things' eiginlega meirihlutan af leiknum og mér fannst við vera skapa þessi hættulegu færi til þess að skora en það var bara þetta litla extra sem vantaði svolítið hjá okkur. Boltinn dansaði þarna á línu og svona kjaftæði en annars fannst mér planið okkar fyrir þennan leik ganga fullkomnlega upp. Það eina sem vantaði var bara þetta mark." 

Njarðvíkingar áttu hræðilegan leik í síðustu umferð og var Gunnar Heiðar ánægður með svar sinna manna í dag.

„Algjörlega. Það var bara eitthvað sem við spjölluðum saman nátturlega. Fórum yfir hvað við hefðum getað gert betur og fleirra. Það vantaði einhvern neista í okkur fannst mér. Við vorum orðnir þreyttir og við mættum bara í þennan leik og gáfum gjörsamlega allt. Þeir hentu öllu á völlinn en því miður gekk það bara ekki í dag en við tökum þetta eina stig. Við verðum bara að virða það. Þetta er bullandi barátta ennþá. Allir leikir skipta máli og auðvitað vill maður vinna alla leiki." 

Nánar er rætt við Gunnar Heiðar Þorvaldsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner