Sane, Bruno og Zubimendi orðaðir við Arsenal - Útsendarar Liverpool fylgjast með Hato - Tilboði Man Utd í De Jong var hafnað
Fréttamannafundur Arnars í heild
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
   lau 07. september 2024 19:24
Stefán Marteinn Ólafsson
Gunnar Heiðar: Það eina sem vantaði var bara þetta mark
Lengjudeildin
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Njarðvíkingar tóku á móti nágrönnum sínum frá Keflavík í dag þegar 21.umferð Lengjudeildarinnar hóf göngu sína. 

Bæjarhátíðin Ljósanótt er í fullu fjöri og því vel við hæfi að þessi lið myndu mætast um helgina.


Lestu um leikinn: Njarðvík 0 -  0 Keflavík

„Ég er nátturlega aldrei sáttur að vinna ekki. Maður er í þessu til að vinna. Mér fannst við bara spila virkilega vel. Mér fannst við gera ótrúlega vel." Sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur eftir leikinn í dag.

„Mér fannst við vera eiginlega svona 'on top of things' eiginlega meirihlutan af leiknum og mér fannst við vera skapa þessi hættulegu færi til þess að skora en það var bara þetta litla extra sem vantaði svolítið hjá okkur. Boltinn dansaði þarna á línu og svona kjaftæði en annars fannst mér planið okkar fyrir þennan leik ganga fullkomnlega upp. Það eina sem vantaði var bara þetta mark." 

Njarðvíkingar áttu hræðilegan leik í síðustu umferð og var Gunnar Heiðar ánægður með svar sinna manna í dag.

„Algjörlega. Það var bara eitthvað sem við spjölluðum saman nátturlega. Fórum yfir hvað við hefðum getað gert betur og fleirra. Það vantaði einhvern neista í okkur fannst mér. Við vorum orðnir þreyttir og við mættum bara í þennan leik og gáfum gjörsamlega allt. Þeir hentu öllu á völlinn en því miður gekk það bara ekki í dag en við tökum þetta eina stig. Við verðum bara að virða það. Þetta er bullandi barátta ennþá. Allir leikir skipta máli og auðvitað vill maður vinna alla leiki." 

Nánar er rætt við Gunnar Heiðar Þorvaldsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner