Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 07. október 2020 14:08
Magnús Már Einarsson
Ísland hefur einungis mætt Rúmeníu tvisvar - Hagi á skotskónum
Icelandair
Gheorghe Hagi skoraði í báðum leikjunum gegn Íslandi.  Sonur hans spilar á Laugardalsvelli á morgun.
Gheorghe Hagi skoraði í báðum leikjunum gegn Íslandi. Sonur hans spilar á Laugardalsvelli á morgun.
Mynd: Getty Images
Ísland og Rúmenía mætast í umspili um sæti á EM á Laugardalsvelli klukkan 18:45 annað kvöld. Þessar þjóðir hafa einungis mæst tvívegis áður í A-landsleik en það var í undankeppni HM 1998. Rúmenar unnu 4-0 á Laugardalsvelli í október 1996 og sömu tölur urðu í leiknum ytra í september árið 1997.

Gheorghe Hagi var á þessum tíma aðalstjarna Rúmena en hann skoraði eitt mark í leiknum á Laugardalsvelli og tvö mörk í leiknum í Rúmeníu.

Dan Petrescu, fyrrum bakvörður Chelsea, skoraði í báðum leikjunum og þeir Gheorghe Popescu og Constantin Galca voru einnig á skotskónum. Guðni Bergsson, núverandi formaður KSÍ, skoraði sjálfsmark í leiknum á Íslandi.

Ianis Hagi, miðjumaður Rangers og sonur Gheorge, er í liði Rúmena í dag.

Eyjólfur Sverrisson og Rúnar Kristinsson spiluðu þessa leiki en synir þeirra Hólmar og Rúnar Alex eru í dag í íslenska hópnum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner