Real gæti gert janúartilboð í Trent - O'Neil verður ekki rekinn - Liverpool vill Eze
   mán 07. október 2024 12:06
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Bold 
Sævar Atli hefur ekki rætt við Lyngby
Sævar Atli Magnússon.
Sævar Atli Magnússon.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðhyltingurinn Sævar Atli Magnússon er á sínu fjórða tímabili hjá danska félaginu Lyngby en samningur hans rennur út eftir tímabilið.

Í viðtali við Bold segir Sævar að hann hafi ekkert rætt við Lyngby um framlengingu á samningnum.

„Það hafa engar viðræður átt sér stað svo ég veit ekki hvað mun gerast. Ég er ekki mikið að hugsa um þetta núna, kannski mun Lyngby ræða við mig í desember," segir Sævar.

Sævar skoraði jöfnunarmark Lyngby í 1-1 jafntefli á útivelli gegn Randers um helgina.

„Ég tel mig hafa spilað vel fyrir félagið og er mjög ánægður hér. Ég er stoltur af því að hafa spilað 100 leiki fyrir félagið svo bíðum og sjáum."

Sævar er 24 ára sóknarleikmaður sem á fimm landsleiki fyrir Ísland. Lyngby er í tíunda sæti deildarinnar með átta stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner