Real Madrid girnist Palmer - Arsenal og Man Utd berjast um David - City reynir að lokka Wirtz frá Leverkusen
   fim 07. nóvember 2024 10:00
Elvar Geir Magnússon
Onana: Menn munu stíga upp með komu Amorim
Andre Onana, markvörður Manchester United.
Andre Onana, markvörður Manchester United.
Mynd: EPA
Amorim tekur formlega við United á mánudaginn.
Amorim tekur formlega við United á mánudaginn.
Mynd: Getty Images
André Onana segir að leikmenn Manchester United muni stíga upp og aðlagast leikstíl Rúben Amorim. Amorim tekur við United í næstu viku en hans uppáhalds leikkerfi er 3-4-3 með ákafri pressu.

Undir stjórn Erik ten Hag, sem var rekinn nýlega, spilaði United oftast 4-2-3-1.

Onana er markvörður United og hann fylgdist með Sporting Lissabon vinna 4-1 sigur undir stjórn Amorim á Manchester City í Meistaradeildinni á þriðjudag.

„Ég horfði á leikinn. Glæsilegur sigur hjá Sporting. Þeir spila öðruvísi kerfi en liðsfélagar mínir eru allir sveigjanlegir. Ég held að allir hjá liðinu séu færir um að spila í öllum kerfum. Ég held að þetta verði ekkert vandamál fyrir okkur. Við erum með stóra leikmenn og þeir munu stíga upp," segir Onana.

United mætir PAOK í Evrópudeildinni í kvöld. Enska stórliðið hefur gert jafntefli í öllum þremur Evrópuleikjum sínum og það er hluti af ástæðunni fyrir því að Ten Hag var rekinn.

„Við höfum ekki unnið nægilega marga leiki, svo einfalt er það. Leikmenn gáfu allt og gerðu sitt besta en hlutirnir voru eifnaldlega ekki að virka."

Leny Yoro og Tyrell Malacia eru mættir aftur til æfinga hjá United eftir langa fjarveru vegna meiðsla en hvorugur þeirra verður þó með í síðustu tveimur leikjum Ruud van Nistelrooy við stjórnvölinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner