Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
banner
   lau 07. desember 2019 16:52
Ívan Guðjón Baldursson
England: Liverpool og Tottenham með stórsigra
Mohamed Salah skoraði og lagði upp í þægilegum sigri Liverpool gegn Bournemouth í dag.

Nathan Ake fór meiddur af velli á 35. mínútu og bættist um leið við langan meiðslalista heimamanna. Nokkrum sekúndum síðar gerði Alex Oxlade-Chamberlain fyrsta mark leiksins með góðu marki eftir stórkostlega langa sendingu frá Jordan Henderson.

Tíu mínútum síðar tvöfaldaði Naby Keita forystuna eftir laglega hælsendingu frá Salah og staðan 0-2 í leikhlé. Í seinni hálfleik endurlaunaði Keita greiðann og lagði upp þriðja og síðasta mark leiksins fyrir Salah.

Liverpool verðskuldaði sigurinn og er með ellefu stiga forystu á toppi deildarinnar. Leicester getur minnkað bilið niður í átta stig með sigri gegn Aston Villa á morgun.

Bournemouth 0 - 3 Liverpool
0-1 Alex Oxlade-Chamberlain ('35)
0-2 Naby Keita ('44)
0-3 Mohamed Salah ('54)

Tottenham svaraði fyrir tap gegn Manchester United með stórsigri gegn Burnley.

Harry Kane skoraði tvö á meðan Lucas Moura, Son Heung-min og Moussa Sissoko gerðu eitt hver.

Mark Son var stórbrotið þar sem hann spretti upp allan völlinn með boltann áður en hann skoraði.

Tottenham jafnar Wolves á stigum í 5. sæti deildarinnar með sigrinum og er sex stigum eftir Chelsea í Meistaradeildarsæti. Burnley er í neðri hlutanum, með 18 stig eftir 16 umferðir.

Tottenham 5 - 0 Burnley
1-0 Harry Kane ('4)
2-0 Lucas Moura ('9)
3-0 Son Heung-min ('32)
4-0 Harry Kane ('54)
5-0 Moussa Sissoko ('74)

Botnlið Watford gerði þá markalaust jafntefli við Crystal Palace þrátt fyrir yfirburði á heimavelli.

Watford er með níu stig og er sex stigum frá öruggu sæti. Palace er aftur á móti í sjöunda sæti, einu stigi eftir Tottenham.

Watford 0 - 0 Crystal Palace
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Aston Villa 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Bournemouth 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Brentford 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Brighton 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Burnley 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Chelsea 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Crystal Palace 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Everton 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Fulham 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Leeds 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Liverpool 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Man City 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Man Utd 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Newcastle 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Nott. Forest 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Sunderland 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Tottenham 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Leicester 38 6 7 25 33 80 -47 25
19 West Ham 0 0 0 0 0 0 0 0
19 Ipswich Town 38 4 10 24 36 82 -46 22
20 Southampton 38 2 6 30 26 86 -60 12
20 Wolves 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner