Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 07. desember 2019 19:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Manchester er rauð eftir sigur United á Etihad
United fagnar síðara marki sínu.
United fagnar síðara marki sínu.
Mynd: Getty Images
Otamendi minnkaði muninn en lengra komst City ekki.
Otamendi minnkaði muninn en lengra komst City ekki.
Mynd: Getty Images
Manchester City 1 - 2 Manchester Utd
0-1 Marcus Rashford ('23 , víti)
0-2 Anthony Martial ('29 )
1-2 Nicolas Otamendi ('85)

Manchester United vann óvæntan sigur á Manchester City á Etihad-vellinum í Manchester í kvöld. Því má segja að Manchester-borg sé rauð þessa stundina.

Man Utd vann Tottenham í vikunni og byrjaði þennan leik af miklum krafti. United hafði skapað sér nokkur góð færi áður en liðið fékk vítapsyrnu á 23. mínútu. Bernardo Silva braut þá af sér, en vítið var dæmt með hjálp VAR.

Marcus Rashford steig á vítapunktinn og hann skoraði af öryggi - líkt og hann gerði gegn Tottenham.

Sex mínútum síðar komust Rauðu djöflarnir í 2-0 þegar Anthony Martial kláraði vel eftir sendingu frá Daniel James.

Man Utd lék á als oddi og var forystan mjög sanngjörn.

Eftir annað mark United vaknaði City aðeins til lífsins og gerðu heimamenn tilkall til að fá vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks þegar boltinn fór í hendi Fred innan teigs. Það var hins vegar ekkert dæmt á það og staðan í hálfleik 2-0 fyrir United.

Seinni hálfleikurinn spilaðist eins og gera mátti ráð fyrir. United fór aftar á völlinn og reyndi að beita skyndisóknum gegn City sem var mikið meira með boltann.

United varðist lengi vel mjög vel, en á 85. mínútu minnkaði Nicolas Otamendi muninn eftir hornspyrnu.

Síðustu fimm mínúturnar og uppbótartíminn voru stressandi fyrir stuðningsmenn Man Utd, en rauðklæddir United-menn náðu að halda út og landa sigrinum.

Frábær sigur og frábær vika hjá Man Utd sem er í fimmta sæti, fimm stigum frá Meistaradeildarsæti.

Englandsmeistarar Man City eru núna 14 stigum frá toppliði Liverpool. Ekki útlit fyrir það að lærisveinar Guardiola vinni sinn þriðja Englandsmeistaratitil í röð.

Athugasemdir
banner
banner