Það fóru tveir leikir fram í ensku úrvalsdeildinni í dag þar sem Brighton gerði jafntefli við West Ham áður en Crystal Palace hafði betur í Lundúnaslag gegn Fulham.
Í einkunnagjöf Sky Sports var Jarrod Bowen, markaskorari og fyrirliði West Ham, maður leiksins í Brighton með 8 í einkunn. Miðjumaðurinn Mateus Fernandes átti einnig frábæran leik og fær 8 í einkunn.
Besti leikmaður heimamanna í Brighton var markvörðurinn Bart Verbruggen, sem fær 8 fyrir sinn þátt í jafnteflinu.
Í London var fyrirliðinn Marc Guéhi maður leiksins í sigri Crystal Palace á Craven Cottage.
Guéhi fær 8 í einkunn ásamt liðsfélögum sínum Adam Wharton og Tyrick Mitchell, en Harry Wilson er eini leikmaðurinn í liði heimamanna í Fulham sem fær sömu einkunn.
Brighton: Verbruggen (8), Dunk (7), Van Hecke (7), Rutter (7), Minteh (6), Baleba (6), Welbeck (6), Kadioglu (6), Gomez (6), Wieffer (6), De Cuyper (6)
Varamenn: Gruda (6), Hinshelwood (7), Kostoulas (7), Boscagli (6)
West Ham: Areola (7), Wan-Bissaka (7), Kilman (7), Mavropanos (7), Todibo (7), Diouf (7), Rodriguez (6), Fernandes (8), Paqueta (7), Summerville (7), Bowen (8)
Varamenn: WIlson (7), Potts (7), Mayers (7), Magassa (7), Soucek (7)
Fulham: Leno (6), Tete (6), Andersen (7), Bassey (7), Castagne (6), Iwobi (6), Berge (6), Wilson (8), Smith Rowe (6), Chukwueze (6), Jimenez (6).
Varamenn: Kevin (5), Lukic (6), King (6)
Crystal Palace: Henderson (8), Richards (7), Lacroix (7), Guehi (8), Clyne (7), Kamada (6), Wharton (8), Mitchell (8), Nketiah (7), Pino (7), Mateta (6).
Varamenn: Uche (7), Lerma (6), Canvot (6)
Athugasemdir



