Miðjumaður Everton orðaður við Man Utd - Ramos til Liverpool?
banner
   sun 07. desember 2025 15:59
Brynjar Ingi Erluson
England: Rutter bjargaði stigi fyrir Brighton
Georginio Rutter jafnaði metin í uppbótartíma
Georginio Rutter jafnaði metin í uppbótartíma
Mynd: EPA
Bowen tæklaði boltann í netið
Bowen tæklaði boltann í netið
Mynd: EPA
Brighton 1 - 1 West Ham
0-1 Jarrod Bowen ('73 )
1-1 Georginio Rutter ('90 )

Brighton og West Ham skildu jöfn, 1-1, í 15. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á AMEX-leikvanginum í dag. Bæði mörk leiksins komu á síðustu tuttugu mínútunum.

Mats Wieffer fékk dauðafæri á 33. mínútu en hann klúðraði á einhvern ótrúlegan hátt nokkrum metrum frá markinu.

Crysenscio Summerville gat skorað fyrir West Ham á lokamínútum fyrri hálfleiks en setti boltann rétt framhjá markinu.

Í síðari hálfleiknum kom Bart Verbruggen heimamönnum til bjargar með tveimur ótrúlegum vörslum. Fyrst varði hann frá Jarrod Bowen sem hafði tekist eftir miklan barning að komast að teignum. Skot hans fór af varnarmanni en Verbruggen var með góð viðbrögð, varði boltann út á Summerville sem reyndi hjólhestaspyrnu en aftur varði Verbruggen með miklum tilþrifum.

Eftir rúmar 70 mínútur gerði Jan Paul van Hecke stór mistök við miðsvæðið. Hann ætlaði að skalla boltann, en misreiknaði hann svakalega þannig hann skallaði hann í svæði fyrir Callum Wilson sem setti boltann inn á teiginn. Bowen kom á ferðinni og tæklaði boltann neðst í fjærhornið.

Brighton var hársbreidd frá jöfnunarmarki aðeins stuttu síðar en þá fór sending Jack Hinshelwood af varnarmanni og yfir Alphonse Areola í markinu, en sem betur fer fyrir gestina hafnaði boltinn í þverslá áður en honum var komið frá.

Charalampos Kostoulas fékk næsta dauðafæri Brighton. Hann fékk boltann í miðjum teignum, með allt markið fyrir framan sig en setti boltann framhjá markinu.

West Ham tókst ekki að standa af sér pressu Brighton-manna sem jöfnuðu metin snemma í uppbótartíma. Kostoulas átti bakfallsspyrnu inn á teiginn á Rutter sem náði síðan að klobba Areola í markinu. Markið var skoðað af VAR vegna mögulegrar hendi á Rutter í aðdragandanum, en markið stóð og lokatölur í leiknum 1-1.

Svekkjandi úrslit fyrir West Ham sem hefur ekki haldið hreinu síðan í lok ágúst.

Úrslitin þýða að West Ham er áfram í fallsæti með 13 stig en Brighton í 7. sæti með 23 stig.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 18 13 3 2 33 11 +22 42
2 Man City 18 13 1 4 43 17 +26 40
3 Aston Villa 18 12 3 3 29 19 +10 39
4 Liverpool 18 10 2 6 30 26 +4 32
5 Chelsea 18 8 5 5 30 19 +11 29
6 Man Utd 18 8 5 5 32 28 +4 29
7 Sunderland 17 7 6 4 19 17 +2 27
8 Crystal Palace 17 7 5 5 21 19 +2 26
9 Brentford 18 8 2 8 28 26 +2 26
10 Fulham 18 8 2 8 25 26 -1 26
11 Everton 18 7 4 7 18 20 -2 25
12 Brighton 18 6 6 6 26 25 +1 24
13 Newcastle 18 6 5 7 23 23 0 23
14 Tottenham 17 6 4 7 26 23 +3 22
15 Bournemouth 18 5 7 6 27 33 -6 22
16 Leeds 17 5 4 8 24 31 -7 19
17 Nott. Forest 18 5 3 10 18 28 -10 18
18 West Ham 18 3 4 11 19 36 -17 13
19 Burnley 18 3 3 12 19 34 -15 12
20 Wolves 18 0 2 16 10 39 -29 2
Athugasemdir
banner