PSG og Man Utd gætu gert skiptidíl - Engar viðræður um Salah - Konate má fara fyrir 15 milljónir punda
banner
   sun 07. desember 2025 18:51
Ívan Guðjón Baldursson
Espiríto Santo mjög ósáttur með jöfnunarmarkið
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Nuno Espírito Santo þjálfari West Ham var svekktur eftir jafntefli á útivelli gegn Brighton í fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

West Ham tók forystuna í seinni hálfleik og gerðu heimamenn í Brighton jöfnunarmark í uppbótartíma eftir jafnan og nokkuð fjörugan slag.

Espírito Santo var sérstaklega ósáttur með jöfnunarmarkið hjá Brighton þar sem hann taldi andstæðingana hafa framið tvö brot í aðdraganda marksins.

„Það er mjög grimmt að við höfum ekki landað sigri í dag. Jöfnunarmarkið, þetta var hendi er það ekki og háskaleikur? Óþarfi að tala við dómarann um þetta, þetta endaði á að ákvarða úrslitin," sagði Nuno.

„Við spiluðum mjög góðan fyrri hálfleik en okkur tókst ekki að ganga frá leiknum, við fundum ekki seinna markið. Við komumst í góðar stöður en það vantaði uppá ákvarðanatökuna á síðasta þriðjungnum. Við erum mjög svekktir með þetta jafntefli."

Nuno hrósaði að lokum Jarrod Bowen fyrir sinn þátt í leiknum, en hann skoraði fyrsta mark leiksins áður en Georginio Rutter jafnaði.

Sjáðu jöfnunarmarkið
Athugasemdir
banner