PSG og Man Utd gætu gert skiptidíl - Engar viðræður um Salah - Konate má fara fyrir 15 milljónir punda
   sun 07. desember 2025 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Fullkominn endir á ferlinum fyrir Alba og Busquets
Jordi Alba fagnar titlinum
Jordi Alba fagnar titlinum
Mynd: EPA
Spánverjarnir Jordi Alba og Sergio Busquets hafa spilað sinn síðasta leik á ferlinum en þeir hafa lagt skóna á hilluna.

Þeir gengu báðir til liðs við Inter Miami frá Barcelona árið 2023 og urðu þar samherjar Lionel Messi en þeir spiluðu allir saman hjá Barcelona um árabil.

Inter Miami varð meistari í Bandaríkjunum um helgina en það var síðasti leikur Alba og Busquets á ferlinum en Alba átti þátt í einu af mörkum liðisins í 3-1 sigri.

Alba er 36 ára gamall og Busquets 37 ára en þeir unnu fjölda titla með Barcelona á sínum tíma. Þá varð Busquets heimsmeistari með Spáni árið 2010 og þeir voru báðir í liðinu sem vann EM árið 2012.


Athugasemdir
banner