PSG og Man Utd gætu gert skiptidíl - Engar viðræður um Salah - Konate má fara fyrir 15 milljónir punda
   sun 07. desember 2025 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Guardiola segir að Cherki þurfi að læra af Messi
Mynd: EPA
Pep Guardiola var ekkert sérstaklega hrifinn af töktum Rayan Cherki í 3-0 sigri Man City gegn Sunderland í gær.

Cherki lagði upp þriðja markið á Phil Foden þegar hann átti svokallaða 'Rabona' sendingu fyrir markið á Foden.

„Ég vil að hann sendi góða fyrirgjöf. Ég kann ekki að meta það ef hún er ekki góð. Hann náði því svo þetta er í lagi," sagði Guardiola sem vill að Cherki læri af Lionel Messi.

„Ég sá Messi aldrei gera neitt þessu líkt. Messi er besti leikmaðurinn til að spila leikinn. Mesti hæfileiki Messi er einfaldleikinn, það einfalda sem hann gerir svo fullkomlega. Stóru leikmennirnir eins og Rayan verða að læra það en hann er svo ungur."

SJáðu markið hér

Athugasemdir
banner
banner