PSG og Man Utd gætu gert skiptidíl - Engar viðræður um Salah - Konate má fara fyrir 15 milljónir punda
   sun 07. desember 2025 17:11
Brynjar Ingi Erluson
Hafrún skoraði og Bröndby í undanúrslit - Iris skoraði sigurmark Fiorentina
Kvenaboltinn
Hafrún Rakel skoraði í danska bikarnum
Hafrún Rakel skoraði í danska bikarnum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hafrún Rakel Halldórsdóttir skoraði er Bröndby komst í undanúrslit danska bikarsins með 3-0 sigri á ASA Aarhus í dag.

Landsliðskonan hefur verið sjóðandi heit með Bröndby síðustu vikur en þetta var fjórða mark hennar í síðustu fimm leikjum.

Hún gerði annað mark Bröndby á 16. mínútu leiksins og er liðið nú komið í undanúrslit.

Iris Omarsdóttir gerði sigurmark Fiorentina í 1-0 sigrinum á Ternana í Seríu A.

Hún og Katla Tryggvadóttir voru báðar í byrjunarliði Fiorentina sem er í 3. sæti með 14 stig.

Kristján Guðmundsson og stöllur hans í Damaiense töpuðu fyrir Valadares Gaia, 3-1, í portúgölsku deildinni. Damaiense hefur ekki unnið leik síðan í september og situr nú í næst neðsta sæti með 5 stig.
Athugasemdir