PSG og Man Utd gætu gert skiptidíl - Engar viðræður um Salah - Konate má fara fyrir 15 milljónir punda
banner
   sun 07. desember 2025 22:30
Ívan Guðjón Baldursson
Hürzeler: Ekki liðið sem við viljum vera
Mynd: EPA
Fabian Hürzeler þjálfari Brighton var ósáttur eftir 1-1 jafntefli á heimavelli gegn West Ham, þar sem hans menn gerðu jöfnunarmark í uppbótartíma til að bjarga stigi.

Hurzeler var ekki ánægður með frammistöðu sinna manna og segir að þeir verði að gera betur. Brighton er í sjöunda sæti úrvalsdeildarinnar með 23 stig eftir 15 umferðir, tíu stigum meira heldur en West Ham sem situr í fallsæti.

„Ég er vonsvikinn þrátt fyrir að hafa gert jöfnunarmark seint í leiknum. Við vildum meira heldur en eitt stig en við vorum alls ekki nægilega góðir í þessum fyrri hálfleik," sagði Hürzeler.

„Það vantaði alla ákefð í okkur í fyrri hálfleik, leikmenn virkuðu orkulausir og leyfðu leiknum bara að fljóta áfram án þess að hafa mikil áhrif á hann. Við vorum ekkert sérstakir í síðari hálfleik heldur, ekki fyrr en við fengum markið á okkur. Þá vöknuðu strákarnir til lífsins og svöruðu fyrir sig, en þetta er ekki liðið sem við viljum vera. Við verðum að gera betur næst.

„Við sýndum ekki okkar góðu hliðar, við vorum ekki líflegir og gerðum West Ham auðvelt fyrir. Þeir áttu auðvelt með að verjast gegn okkur og sköpuðu vandræði fyrir okkur með skyndisóknum. Það vantaði sköpunargleðina í okkur í dag."

Athugasemdir