PSG og Man Utd gætu gert skiptidíl - Engar viðræður um Salah - Konate má fara fyrir 15 milljónir punda
   sun 07. desember 2025 16:12
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Tíu leikmenn Roma töpuðu
Roma tapaði
Roma tapaði
Mynd: EPA
Titilbaráttulið Roma tapaði óvænt fyrir Cagliari, 1-0, í Seríu A í dag.

Roma-menn hafa litið frábærlega út undir stjórn Gian Piero Gasperini sem tók við liðinu í sumar.

Spilamennska Roma kom svolítið á óvart en liðið skapaði sér aðeins eina tilraun á markið í fyrri hálfleiknum og þá varði Mile Svilar mjög vel í marki Rómverja.

Snemma í síðari hálfleiknum var Zeki Celik rekinn af velli þegar hann braut á Michael Folorunsho og hálftíma síðar skoraði GIanluca Gaetano eftir hornspyrnu.

Slæm úrslit hjá Roma sem gat með sigri komist upp að hlið Inter á toppnum, en í staðinn er liðið í 4. sæti með 27 stig, þremur stigum frá Inter. Cagliari fer á meðan upp í 14. sæti með 14 stig.

Þórir Jóhann Helgason sat allan tímann á varamannabekk Lecce sem tapaði fyrir Cremonese, 2-0, á útivelli.

Lecce er í 15. sæti með 13 stig en Cremonese í 9. sæti með 20 stig sem nýliði.

Cremonese 2 - 0 Lecce
1-0 Federico Bonazzoli ('52 , víti)
2-0 Antonio Sanabria ('78 )

Cagliari 1 - 0 Roma
1-0 Gianluca Gaetano ('82 )
Rautt spjald: Zeki Celik, Roma ('52)
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 14 10 0 4 32 13 +19 30
2 Napoli 14 9 2 3 21 12 +9 29
3 Milan 13 8 4 1 19 9 +10 28
4 Roma 14 9 0 5 15 8 +7 27
5 Bologna 14 7 4 3 23 12 +11 25
6 Como 14 6 6 2 19 11 +8 24
7 Juventus 14 6 6 2 18 13 +5 24
8 Sassuolo 14 6 2 6 19 17 +2 20
9 Cremonese 14 5 5 4 18 17 +1 20
10 Lazio 14 5 4 5 16 11 +5 19
11 Udinese 13 5 3 5 14 20 -6 18
12 Atalanta 14 3 7 4 17 17 0 16
13 Cagliari 14 3 5 6 14 19 -5 14
14 Torino 13 3 5 5 12 23 -11 14
15 Lecce 14 3 4 7 10 19 -9 13
16 Genoa 13 2 5 6 13 20 -7 11
17 Parma 13 2 5 6 9 17 -8 11
18 Pisa 13 1 7 5 10 18 -8 10
19 Verona 14 1 6 7 11 21 -10 9
20 Fiorentina 14 0 6 8 11 24 -13 6
Athugasemdir
banner