Liverpool hefur verið í stórkostlegum vandræðum á tímabilinu en liðið missteig sig enn eina ferðina í gær þegar liðið gerði jafntefli gegn Leeds.
Flestir leikmenn liðsins hafa verið langt frá sínu besta á tímabilinu en Ibrahima Konate hefur fengið þónokkra gagnrýni.
Flestir leikmenn liðsins hafa verið langt frá sínu besta á tímabilinu en Ibrahima Konate hefur fengið þónokkra gagnrýni.
Hann átti erfitt uppdráttar í gær. Hugo Ekitike kom Liverpool í 2-0 en Konate gerðist brotlegur inn í teig og Leeds komst inn í leikinn og jafnaði metin stuttu síðar.
Danny Murphy, fyrrum leikmaður Liverpool, telur að það sé fyrir bestu að Konate yrði tekinn úr liðinu.
„Það myndi gera Konate greiða að taka hann úr liðinu í smá tíma. Þeir eru hins vegar ekki með möguleika í staðin. Þú verður að stjórna mínútunum hjá Conor Bradley, Joe Gomez hefur verið í meiðslavandræðum, það þarf að fara varlega með hnén á honum," sagði Murphy.
„(Marc) Guehi væri tilvalinn kostur í janúar. Samningurinn er að renna út í sumar og ég er viss um að Crystal Palace sér þetta sem eina tækifærið til að fá smá pening. Hann væri fullkominn fyrir Liverpool, hann er akkúrat leikmaðurinn sem liðið þarf til að spila við hlið Virgil van Dijk."
Athugasemdir

