PSG og Man Utd gætu gert skiptidíl - Engar viðræður um Salah - Konate má fara fyrir 15 milljónir punda
   sun 07. desember 2025 10:02
Brynjar Ingi Erluson
PSG vill skipta á Barcola og Rashford - Kemur ekki til greina að lána Zirkzee
Powerade
PSG vill fá Rashford í skiptidíl
PSG vill fá Rashford í skiptidíl
Mynd: EPA
Man Utd vill ekki lána Zirkzee
Man Utd vill ekki lána Zirkzee
Mynd: EPA
PSG vill skipta á Bradley Barcola og Marcus Rashford, Man Utd vill ekki lána Joshua Zirkzee og þá eru engar viðræður í gangi milli félaga í Sádi-Arabíu og Liverpool um Mohamed Salah. Þetta kemur allt saman fram í Powerade-slúðurpakka dagsins.

Paris Saint-Germain gæti boðið Manchester United að fá franska sóknarmanninn Bradley Barcola (23) í skiptum fyrir Marcus Rashford (28), sem er á láni hjá Barcelona. (Football Insider)

Spænski bakvörðurinn Sergio Reguilon (28), sem var leystur undan samningi hjá Tottenham í sumar er nálægt því að ganga í raðir Inter Miami. (Marca)

Manchester United hefur hafnað tilboði Roma um að fá Joshua Zirkzee (24) á láni með kaupskyldu. (Corriere dello Sport)

Man Utd er aðeins reiðubúið til að losa sig við Zirkzee ef félög leggja fram kauptilboð svo félagið geti endurfjárfest peningunum í janúarglugganum. (Metro)

Arsenal er að undirbúa tilboð í Ayyoub Bouaddi (18), miðjumann Lille í Frakklandi. (RMC Sport)

Liverpool mun samþykkja 15 milljóna punda tilboð í franska miðvörðinn Ibrahima Konate (26) í janúar ef félagið getur fundið annan varnarmann í stað hans. (Football Insider)

Félög í Sádi-Arabíu hafa ekki rætt við Liverpool um egypska sóknarmanninn Mohamed Salah (33). (Fabrizio Romano)

Tottenham hefur fengið þær upplýsingar að Samu Aghehowa (21), framherji Porto, sé ekki að reyna þvinga portúgalska félagið til að selja sig. (Teamtalk)

Manchester United gæti misst af tækifærinu að fá gríska miðjumanninn Christos Mouzakitis (18) frá Olympiakos, en hann vill heldur fara til Real Madrid. (Football Insider)
Athugasemdir
banner
banner