Egypska fótboltasambandið, landsliðsþjálfarinn og liðsfélagar Mohamed Salah hafa allir sent stuðningskveðjur á leikmanninn í kjölfar viðtals þar sem hann lét Arne Slot og Liverpool heyra það fyrir framkomu þeirra í hans garð.
Salah sagðist ekki skilja af hverju hann væri blóraböggullinn í slæmu gengi Liverpool.
Slot valdi að setja hann á bekkinn í síðustu þremur leikjum á meðan aðrir fá að spila, en þar má nefna leikmenn á borð við Cody Gakpo og Ibrahima Konate.
Hann lét allt flakka í viðtali og má segja að stjórnarmönnum Liverpool hafi verið settir afarkostir – annað hvort fær hann að fara eða félagið lætur Slot fara.
Salah fær mikinn stuðning heima fyrir. Egypska fótboltasambandið sendi kveðju: „Þú gengur aldrei einn og verður alltaf sá besti. Egypski kóngurinn,“ sagði sambandið.
Hossam Hassan, landsliðsþjálfari Egyptalands, birti mynd af sér og Salah á Instagram þar sem hann sagði: „Alltaf táknmynd áræðni og styrks.“
Margir liðsfélagar hans birtu mynd af honum í sögu á Instagram þar sem þeir skrifa undir: „Goðsögn!“ .
Salah mun hitta landsliðið í næstu viku en Egyptar eru farnir að undirbúa sig fyrir Afríkumótið sem verður haldið í Marokkó.
?? ???? ???? ????????????
— EFA.eg (@EFA) December 7, 2025
??? ?????? ?????? ?? pic.twitter.com/D4PuIoN0jn
Egypt national team players are backing Mohamed Salah. pic.twitter.com/hcN5h1mLup
— Nuna (@NaiiLFC) December 7, 2025
Athugasemdir


