PSG og Man Utd gætu gert skiptidíl - Engar viðræður um Salah - Konate má fara fyrir 15 milljónir punda
   sun 07. desember 2025 13:48
Brynjar Ingi Erluson
Sergio Ramos laus allra mála hjá Monterrey (Staðfest)
Mynd: EPA
Spænski miðvörðurinn Sergio Ramos hefur staðfest að hann hafi spilað sinn síðasta leik fyrir mexíkóska félagið Monterrey en skórnir fara þó ekki beint upp í hillu.

Ramos, sem er 39 ára gamall, spilaði sinn síðasta leik í 3-2 tapi gegn Toluca í úrslitakeppni deildarinnar í nótt.

Spánverjinn kvaddi félagið á samfélagsmiðlum eftir leikinn en hann sagðist vonsvikinn að hafa ekki getað gefið stuðningsmönnum annan úrslitaleik.

„Við erum leiðir en förum héðan með hreina samvisku vitandi það að við gáfum allt á vellinum. Núna er tíminn til að læra, koma sér aftur á fætur og skilja að þetta er partur af fótboltanum. Stærsta eftirsjáin er að geta ekki gefið stuðningsmönnunum annan úrslitaleik því enginn á það meira skilið en þeir. Ég verð ykkur ávalt þakklátur fyrir stuðninginn,“ sagði Ramos á samfélagsmiðlum en hann staðfesti einnig í viðtali eftir leikinn að þetta hafi verið síðasti leikur hans með Monterrey.

Ramos ætlar ekki að hætta í fótbolta og vill að minnsta kosti taka eitt ævintýri í viðbót en hann mun nú leggjast undir feld, skoða alla möguleika og greina síðan frá ákvörðun sinni á næstu vikum.

Varnarmaðurinn er einn sá besti í sögunni og vann fjölda titla með Real Madrid, Paris Saint-Germain og spænska landsliðinu.
Athugasemdir
banner
banner