Brasilíski sóknarleikmaðurinn Hulk er orðinn 39 ára gamall en starfar enn sem atvinnumaður í fótbolta.
Hann er fyrirliði Atlético Mineiro í heimalandinu og skoraði ótrúlegt mark í stórsigri gegn Vasco da Gama á dögunum.
Hann skoraði beint úr aukaspyrnu af rúmlega 30 metra færi með alvöru bylmingsskoti.
Hulk er þar með kominn með 15 mörk og 6 stoðsendingar í 41 leik á tímabilinu en hann hefur verið lykilmaður í sterku liði Atlético Mineiro undanfarin ár.
Á ferli sínum í Evrópu lék hann með Porto og Zenit en hann skoraði 11 mörk í 49 landsleikjum með Brasilíu.
????????| 39-YEAR-OLD HULK SCORES A POTENTIAL PUSKAS AWARD WINNING GOAL !!!!!!!! ????????????????pic.twitter.com/QT4tPHfFc0
— CentreGoals. (@centregoals) December 7, 2025
Athugasemdir

