Franski framherjinn Thierno Barry gekk til liðs við Everton síðasta sumar fyrir tæplega 30 milljónir punda frá Villarreal.
Hann hefur ekki náð að sýna sitt rétta andlit fyrr en í gær þegar hann skoraði sitt fyrsta mark fyrir liðið í 3-0 sigri gegn Nottingham Forest.
Hann hefur ekki náð að sýna sitt rétta andlit fyrr en í gær þegar hann skoraði sitt fyrsta mark fyrir liðið í 3-0 sigri gegn Nottingham Forest.
„Þetta er risastórt fyrir hann, svo sannarlega tímabært. Hann verður að skora þegar hann spilar sem framherji, annars finnum við einhvern annan," sagði David Moyes.
Everton er í 5. sæti með 24 stig, aðeins stigi á eftir Chelsea sem er í 4. sæti.
Athugasemdir




