PSG og Man Utd gætu gert skiptidíl - Engar viðræður um Salah - Konate má fara fyrir 15 milljónir punda
   sun 07. desember 2025 19:54
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Jafnt í Valencia - Þriðji sigurinn í röð hjá Espanyol
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Þremur fyrstu leikjum dagsins er lokið í efstu deild spænska boltans þar sem Valencia og Sevilla skildu jöfn í suðrænum slag.

Það var lítið sem ekkert að frétta í steindauðum fyrri hálfleik en Sevilla tók forystuna í upphafi þess síðari. Heimamenn í Valencia leituðu að jöfnunarmarki og fundu það loks í uppbótartíma þegar Hugo Duro kom boltanum í netið.

Lokatölur urðu 1-1 og eru aðeins tvö stig sem skilja þessi sögufrægu lið að í neðri hluta La Liga. Sevilla er með 17 stig eftir 15 umferðir, tveimur stigum meira heldur en Valencia.

Spútnik lið Espanyol vann þá þriðja leik sinn í röð og situr í fimmta sæti. Roberto Fernández Jaén skoraði eina mark leiksins gegn Rayo Vallecano úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik.

Leikurinn var afar tíðindalítill þar sem hvorugt lið gaf færi á sér. Espanyol er með 27 stig eftir 15 umferðir, fjórum stigum á eftir Atlético Madrid og með leik til góða.

Rafa Mir setti að lokum tvennu í þægilegum sigri Elche gegn fallbaráttuliði Girona.

Real Madrid tekur á móti Celta Vigo í lokaleik dagsins.

Valencia 1 - 1 Sevilla
0-1 Cesar Tarrega ('58 , sjálfsmark)
1-1 Hugo Duro ('90 )

Espanyol 1 - 0 Rayo Vallecano
1-0 Roberto Fernandez ('39 , víti)
Rautt spjald: Unai Lopez, Rayo Vallecano ('64)
Rautt spjald: Tyrhys Dolan, Espanyol ('87)

Elche 3 - 0 Girona
1-0 German Valera ('40 )
2-0 Rafa Mir ('51 )
3-0 Rafa Mir ('57 )
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 16 13 1 2 47 20 +27 40
2 Real Madrid 16 11 4 1 32 13 +19 37
3 Villarreal 15 11 2 2 31 13 +18 35
4 Atletico Madrid 16 9 4 3 28 15 +13 31
5 Espanyol 15 8 3 4 19 16 +3 27
6 Betis 15 6 6 3 25 19 +6 24
7 Athletic 16 7 2 7 15 20 -5 23
8 Getafe 15 6 2 7 13 17 -4 20
9 Elche 15 4 7 4 18 17 +1 19
10 Alaves 15 5 3 7 13 15 -2 18
11 Vallecano 15 4 5 6 13 16 -3 17
12 Celta 15 3 8 4 16 19 -3 17
13 Sevilla 15 5 2 8 20 24 -4 17
14 Real Sociedad 15 4 4 7 19 22 -3 16
15 Valencia 15 3 6 6 14 23 -9 15
16 Mallorca 15 3 5 7 15 22 -7 14
17 Osasuna 14 3 3 8 12 18 -6 12
18 Girona 15 2 6 7 13 29 -16 12
19 Oviedo 15 2 4 9 7 22 -15 10
20 Levante 14 2 3 9 16 26 -10 9
Athugasemdir
banner