Real Madrid 0 - 2 Celta
0-1 Williot Swedberg ('53)
0-2 Williot Swedberg ('93)
Rautt spjald: Fran Garcia, Real Madrid ('64)
0-1 Williot Swedberg ('53)
0-2 Williot Swedberg ('93)
Rautt spjald: Fran Garcia, Real Madrid ('64)
Real Madrid tók á móti Celta Vigo í lokaleik kvöldsins í efstu deild spænska boltans.
Madrídingar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og fengu góð færi til að taka forystuna en tókst ekki. Þess í stað náðu gestirnir frá Vigo forystunni í upphafi síðari hálfleiks.
Svíinn Williot Swedberg skoraði magnað opnunarmark á 53. mínútu þegar hann stóð nálægt vítapunktinum og hælaði fyrirgjöf frá Bryan Zaragoza í netið með stæl.
Sjáðu markið
Tíu mínútum síðar fékk varnarmaðurinn Fran García tvö gul spjöld fyrir tvö brot með örstuttu millibili og því voru heimamenn í Madríd aðeins tíu eftir á vellinum gegn ellefu andstæðingum.
Real sótti þrátt fyrir liðsmuninn og komst nálægt því að jafna metin en tókst ekki. Þegar stórveldið lagði allt í sóknarleikinn tókst Celta að innsigla sigurinn með marki úr skyndisókn í uppbótartíma og aftur var Swedberg á ferðinni. Hann endaði magnaða skyndisókn á því að leika á Thibaut Courtois, markvörð Real Madrid, og labba með boltann í netið. Iago Aspas, fyrrum leikmaður Liverpool, átti soðsendinguna.
Lokatölur 0-2 fyrir Celta, sem er um miðja deild með 19 stig eftir 15 umferðir.
Þetta tap er skellur fyrir lærlinga Xabi Alonso hjá Real Madrid sem eru í öðru sæti, fjórum stigum á eftir ríkjandi Spánarmeisturum Barcelona.
Athugasemdir



