PSG og Man Utd gætu gert skiptidíl - Engar viðræður um Salah - Konate má fara fyrir 15 milljónir punda
   sun 07. desember 2025 18:06
Ívan Guðjón Baldursson
Stórsigur hjá Glódísi - Ragnheiður byrjaði gegn Feyenoord
Kvenaboltinn
Mynd: Helgi Þór Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Síðustu leikjum dagsins er lokið hjá Íslendingum í kvennaboltanum erlendis, þar sem Glódís Perla Viggósdóttir var á sínum stað í hjarta varnarinnar hjá þýska stórveldinu FC Bayern.

Glódís og stöllur héldu hreinu í stórsigri á útivelli gegn Eintracht Frankfurt. Lokatölur 0-5 og trónir Bayern á toppi þýsku deildarinnar með 34 stig eftir 12 umferðir, sex stigum fyrir ofan Wolfsburg.

Jovana Damnjanovic var atkvæðamest með tvennu á meðan Pernille Harder skoraði eitt og lagði tvö upp.

Í efstu deild í Hollandi var hin efnilega Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir í byrjunarliði PEC Zwolle á útivelli gegn Feyenoord.

Ragnheiður lék allan leikinn í 1-0 tapi en Feyenoord er þremur stigum fyrir ofan Zwolle í toppbaráttunni. Zwolle er með 18 stig eftir 9 umferðir, fjórum stigum frá toppsætinu.

Eintracht Frankfurt 0 - 5 FC Bayern

Feyenoord 1 - 0 PEC Zwolle

Athugasemdir
banner