Miðjumaður Everton orðaður við Man Utd - Ramos til Liverpool?
banner
   sun 07. desember 2025 16:47
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland: Danskt sigurmark í Hamborg
Yussuf Poulsen gerði sigurmark Hamburger
Yussuf Poulsen gerði sigurmark Hamburger
Mynd: EPA
Hamburger 3 - 2 Werder
0-1 Jens Stage ('45 )
1-1 Albert-Mboyo Sambi Lokonga ('63 )
2-1 Luka Vuskovic ('75 )
2-2 Justin Njinmah ('78 )
3-2 Yussuf Poulsen ('84 )

Hamburger SV vann annan deildarleikinn í röð er liðið marði 3-2 sigur á Werder Bremen í þýsku deildinni í Hamborg í dag.

Danski leikmaðurinn Jens Stage sá til þess að koma Bremen í 1-0 forystu áður en fyrri hálfleikurinn var úti með hörkuskoti fyrir utan teig og í hægra hornið.

Hálftíma fyrir leikslok jafnaði Albert Sambi Lokonga, fyrrum leikmaður Arsenal, metin með skoti úr miðjum teignum eftir laglega gabbhreyfingu.

Luka Vuskovic, sem er á láni hjá Tottenham hjá Hamburger, kom heimamönnum í 2-1 á 75. mínútu með stórglæsilegu hælspyrnu marki eftir aukaspyrnu Fabio Vieira.

Justin Njinmah jafnaði fyrir Bremen þremur mínútum síðar áður en Yussuf Poulsen gerði sigurmarkið fyrir Hamburger sex mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma.

Annar sigur Hamburger í röð sem er komið upp í 13. sæti með 15 stig en Bremen í 11. sæti með 16 stig.
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 15 13 2 0 55 11 +44 41
2 Dortmund 15 9 5 1 26 12 +14 32
3 Leverkusen 15 9 2 4 33 20 +13 29
4 RB Leipzig 15 9 2 4 30 19 +11 29
5 Hoffenheim 15 8 3 4 29 20 +9 27
6 Stuttgart 15 8 2 5 25 22 +3 26
7 Eintracht Frankfurt 15 7 4 4 30 30 0 25
8 Union Berlin 15 6 3 6 20 23 -3 21
9 Freiburg 15 5 5 5 25 26 -1 20
10 Werder 15 4 5 6 18 28 -10 17
11 Köln 15 4 4 7 22 24 -2 16
12 Gladbach 15 4 4 7 18 24 -6 16
13 Hamburger 15 4 4 7 16 25 -9 16
14 Wolfsburg 15 4 3 8 23 28 -5 15
15 Augsburg 15 4 2 9 17 28 -11 14
16 St. Pauli 15 3 3 9 13 26 -13 12
17 Heidenheim 15 3 2 10 13 34 -21 11
18 Mainz 15 1 5 9 13 26 -13 8
Athugasemdir
banner
banner