PSG og Man Utd gætu gert skiptidíl - Engar viðræður um Salah - Konate má fara fyrir 15 milljónir punda
   sun 07. desember 2025 18:39
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: Dortmund hafði betur í toppbaráttunni
Julian Brandt skoraði fyrra markið.
Julian Brandt skoraði fyrra markið.
Mynd: EPA
Borussia Dortmund 2 - 0 Hoffenheim
1-0 Julian Brandt ('43)
2-0 Nico Schlotterbeck ('60)

Borussia Dortmund tók á móti Hoffenheim í seinni leik dagsins í efstu deild þýska boltans í dag og úr varð jafn og spennandi slagur.

Julian Brandt skoraði fyrsta mark leiksins skömmu fyrir leikhlé og tvöfaldaði Nico Schlotterbeck forystuna í síðari hálfleik.

Hoffenheim fékk góð færi til að skora en tókst ekki. Gregor Kobel varði nokkrum sinnum vel og fóru hættulegar marktilraunir framhjá rammanum.

Lokatölur urðu 2-0 sem er mikilvægt fyrir Dortmund í toppbaráttunni. Liðið er í þriðja sæti deildarinnar með 28 stig eftir 13 umferðir, fimm stigum fyrir ofan Hoffenheim en heilum níu stigum á eftir toppliði FC Bayern sem virðist óstöðvandi um þessar mundir.
Athugasemdir
banner
banner