BBC er meðal fjölmiðla á Englandi sem greina frá handtöku á 29 ára gömlum úrvalsdeildarleikmanni.
Leikmaðurinn er sagður vera virkur landsliðsmaður fyrir þjóð sína og mega fjölmiðlar á Englandi ekki nafngreina hann.
Leikmaðurinn var handtekinn í London og spilar því ekki í úrvalsdeildinni um helgina. Netverjar telja umræddan mann vera Daniel Munoz, vængbakvörð Crystal Palace sem var ekki með gegn Fulham í dag vegna meintra hnémeiðsla.
Umræddur leikmaður var handtekinn aðfaranótt sunnudags eftir að lögreglu barst tilkynning um líkamsárás.
Meint fórnarlamb fór á spítala með áverka sem lögregla segir ekki hafa verið lífshættulega eða afmyndandi. Leikmaðurinn hefur verið látinn laus gegn lausnargjaldi á meðan lögreglan heldur rannsókn sinni áfram.
Engin ákæra hefur verið gefin út sem stendur.
Athugasemdir




