PSG og Man Utd gætu gert skiptidíl - Engar viðræður um Salah - Konate má fara fyrir 15 milljónir punda
   sun 07. desember 2025 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Xavi Simons: Kannski byrjunin á einhverju fallegu
Mynd: EPA
Xavi Simons fór fyrir Tottenham í 2-0 sigri gegn Brentford í gær.

Hann skoraði sitt fyrsta mark og þá lagði hann einnig upp hitt markið.

Simons gekk til liðs við Tottenham frá Leipzig í sumar en hann hefur ekki náð að sýna sitt rétta andlit. Þá hefur Tottenham liðið verið mjög óstöðugt en hann var mjög sáttur eftir sigurinn í gær.

„Þetta hafa verið erfiðar vikur fyrir liðið. Það var mjög mikilvægt að næla í þessi þrjú stig fyrir framan stuðningsmennina. Kannski er þetta byrjunin á einhverju fallegu," sagði Simons.

Tottenham er í 9. sæti með 22 stig eftir sigurinn.
Athugasemdir
banner