Xavi Simons fór fyrir Tottenham í 2-0 sigri gegn Brentford í gær.
Hann skoraði sitt fyrsta mark og þá lagði hann einnig upp hitt markið.
Hann skoraði sitt fyrsta mark og þá lagði hann einnig upp hitt markið.
Simons gekk til liðs við Tottenham frá Leipzig í sumar en hann hefur ekki náð að sýna sitt rétta andlit. Þá hefur Tottenham liðið verið mjög óstöðugt en hann var mjög sáttur eftir sigurinn í gær.
„Þetta hafa verið erfiðar vikur fyrir liðið. Það var mjög mikilvægt að næla í þessi þrjú stig fyrir framan stuðningsmennina. Kannski er þetta byrjunin á einhverju fallegu," sagði Simons.
Tottenham er í 9. sæti með 22 stig eftir sigurinn.
Athugasemdir


