PSG og Man Utd gætu gert skiptidíl - Engar viðræður um Salah - Konate má fara fyrir 15 milljónir punda
   sun 07. desember 2025 10:42
Brynjar Ingi Erluson
Yamal spilaði sem 'tía' - „Varnarvinnan var ótrúleg“
Mynd: EPA
Spænski leikmaðurinn Lamine Yamal spilaði í nýju hlutverki hjá Barcelona í 5-3 sigri á Real Betis í gær, en Hansi Flick, þjálfari liðsins, var gríðarlega ánægður með framlag hans.

Yamal spilar iðulega á hægri vængnum en Flick taldi það henta honum best að spila í holunni fyrir aftan framherja gegn Betis.

Spánverjinn var frábær í þeirri stöðu og segir Flick að hann hafi gert allt rétt.

Hann var einn af bestu mönnum Barcelona gegn Betis með 8,2 í einkunn á FotMob.

„Ég var ánægður með Lamine og sérstaklega með varnarvinnu hans. Hann hefur unnið með hinum liðsfélögunum og þetta er einn af valmöguleikunum sem við höfum. Við tókum þessa ákvörðun með þjálfrurunum,“ sagði Flick.

„Við spurðum hann hvort hann væri til í að spila sem 'tía' og hann tók vel í það. Allt sem ég sá frá honum var gott, þar á meðal tengingin við Roony. Það mikilvægasta var varnarvinnan hans. Hún var ótrúleg,“ sagði Flick.
Athugasemdir
banner
banner