Trafford vill fara frá City - Gallagher og Brown til Man Utd? - Arsenal fær tvíbura - Guendouzi aftur til Englands - Mateta á förum?
   lau 08. janúar 2022 23:15
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Benzema: Stoltur að skora 300 mörk fyrir besta félag í heimi
Mynd: EPA
Real Madrid sigraði Valencia 4-1 í spænsku deildinni í kvöld.

Karim Benzema skoraði tvö mörk fyrir Real og Vinicius Junior skoraði einnig tvö.

Fyrra mark Benzema kom úr vítaspyrnu en það mark var númer 300 hjá honum fyrir Real Madrid.

Hann sagðist mjög stoltur af því í viðtali við Movistar+ eftir leikinn.

„301 mark, ég er stoltur að hafa náð svona mörgum mörkum hjá þessu félagi, ég er glaður af því að þetta er besta félag í heimi," sagði Benzema.

Hann sagði enn fremur að hann hafi verið ánægður með leik liðsins í kvöld og gríðarlega mikilvægt að komast aftur á sigurbraut í deildinni eftir tap liðsins gegn Getafé í síðustu umferð.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 14 11 1 2 39 16 +23 34
2 Real Madrid 14 10 3 1 29 13 +16 33
3 Villarreal 14 10 2 2 29 13 +16 32
4 Atletico Madrid 14 9 4 1 27 11 +16 31
5 Betis 14 6 6 2 22 14 +8 24
6 Espanyol 14 7 3 4 18 16 +2 24
7 Getafe 14 6 2 6 13 15 -2 20
8 Athletic 14 6 2 6 14 17 -3 20
9 Vallecano 14 4 5 5 13 15 -2 17
10 Real Sociedad 14 4 4 6 19 21 -2 16
11 Elche 14 3 7 4 15 17 -2 16
12 Celta 14 3 7 4 16 19 -3 16
13 Sevilla 14 5 1 8 19 23 -4 16
14 Alaves 14 4 3 7 12 15 -3 15
15 Valencia 14 3 5 6 13 22 -9 14
16 Mallorca 14 3 4 7 15 22 -7 13
17 Osasuna 14 3 3 8 12 18 -6 12
18 Girona 14 2 6 6 13 26 -13 12
19 Levante 14 2 3 9 16 26 -10 9
20 Oviedo 14 2 3 9 7 22 -15 9
Athugasemdir
banner
banner