Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   mið 08. apríl 2020 10:27
Magnús Már Einarsson
Kristall Máni á leið í Víking R.
Kristall Máni Ingason.
Kristall Máni Ingason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristall Máni Ingason, leikmaður FC Kaupmannahafnar, er á leið í Víking R, á lánssamningi samkvæmt heimildum Fótbolta.net.

Hinn 18 ára gamli Kristall en hann hefur mest spilað á kanti og í fremstu víglínu á ferli sínum en í vetur hefur hann einnig leikið sem hægri bakvörður með U19 ára liðinu hjá FC Kaupmannahöfn. Kristall hefur einnig leikið með varaliðinu hjá FCK.

Kristall spilaði í yngri flokkum Fjölnis og var á bekknum í leik í Pepsi-deildinni árið 2017. Árið 2018 gekk hann síðan til liðs við FC Kaupmannahöfn.

Kristall hefur spilað með U16, U17 og U19 ára landsliði Íslands en hann hefur skorað fjögur mörk í 30 leikjum með yngri landsliðunum.

Bikarmeistarar Víkings hafa í vetur fengið Ingvar Jónsson, Atla Barkarson og Helga Guðjónsson til liðs við sig og nú er Kristall að bætast í hópinn.

Sjá einnig:
Hin Hliðin - Kristall Máni (27. mars)
Kristall Máni: Stefni að sjálfsögðu á að komast í aðalliðið hjá FCK (4. desember 2019)
Athugasemdir
banner
banner