lau 08. maí 2021 15:37
Aksentije Milisic
Byrjunarlið Man City og Chelsea: Aguero og Sterling byrja - Gilmour fær sénsinn
Aguero skoraði í síðasta deildarleik.
Aguero skoraði í síðasta deildarleik.
Mynd: EPA
Stórleikur umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni um þessa helgi er viðureign Manchester City og Chelsea.

Man City er í efsta sæti deildarinnar og er með níu fingur á titlinum á meðan Chelsea er í harðri baráttu um sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.

Fyrr á leiktíðinni vann Chelsea viðureign þessara liða í undanúrslitum enska bikarsins og þá mætast þau í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í lok mánaðarins.

Pep Guardiola, stjóri heimamanna, gerir eina breytingu á byrjunarliði City frá síðasta deildarleik. Ruben Dias kemur inn í byrjunarliðið á kostnað Fernandinho.

Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, gerir fjórar breytingar frá 2-0 sigrinum gegn Fulham. Marcos Alonso, Antonio Rudiger, N'golo Kante og Christian Pulisic koma allir inn í liðið.

Manchester City: Ederson, Cancelo, Dias, Laporte, Ake, Mendy, Rodrigo, Torres, Sterling, Aguero, Jesus
(Varamenn: Steffen, Walker, Gundogan, Zinchenko, Bernardo, Fernandinho, Mahrez, Foden, Garcia).

Chelsea: Mendy, Azpilicueta, Christensen, Rudiger, James, Kante, Gilmour, Alonso, Ziyech, Werner, Pulisic
(Varamenn: Kepa, Emerson, Livramento, Zouma, Jorginho, Giroud, Mount, Havertz, Odoi, Abraham).
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner