Pólland og Ísland gerðu 2-2 jafntefli í vináttulandsleik í kvöld. Póverjar tefldu fram virkilega öflugu liði enda að búa sig undir Evrópumótið. Íslenska liðið sýndi flotta frammistöðu og heimamenn rétt náðu að bjarga jafntefli undir lokin.
Margir leikmenn Íslands sýndu lofandi frammistöðu í leiknum en maður leiksins er Brynjar Ingi Bjarnason, miðvörður KA, sem átti frábæran glugga. Frammistaða manna gefur Arnari þjálfara hausverk þegar kemur að því að velja liðið í haust.
Margir leikmenn Íslands sýndu lofandi frammistöðu í leiknum en maður leiksins er Brynjar Ingi Bjarnason, miðvörður KA, sem átti frábæran glugga. Frammistaða manna gefur Arnari þjálfara hausverk þegar kemur að því að velja liðið í haust.
Rúnar Alex Rúnarsson 7
Rúnar Alex var öruggur í sínum aðgerðum í marki Íslands í fyrri hálfleik. Fyrir leikinn var ákveðið að hálfleikjaskipta milli hans og Ögmundar.
Alfons Sampsted 7
Var vel á tánum allan leikinn og átti flottan leik.
Brynjar Ingi Bjarnason 9
Maður leiksins. Þvílíkur gluggi sem þessi varnarmaður KA hefur átt og áhugi erlendis frá mun klárlega aukast. Öflugur varnarlega og skoraði að auki sitt fyrsta landsliðsmark með glæsibrag. Gerir svo sannarlega tilkall í að vera með í verkefninu í haust.
Guðmundur Þórarinsson 8
Fékk langþráð tækifæri og nýtti það glæsilega. Átti hornspyrnuna sem skóp fyrra mark Íslands og fyrirgjöfina á Brynjar Inga í seinna markinu.
Hjörtur Hermannsson 7
Hann og Brynjar mynduðu virkilega öflugt miðvarðapar í dag. Spennandi að sjá hvar Hjörtur mun spila á næsta tímabili en hann er að líta í kringum sig.
Andri Fannar Baldursson 8
Virkilega öflugur á miðjunni í íslenska liðinu. Naut sín ákaflega vel í leiknum og sýndi mikið hungur í að sanna sig.
Birkir Bjarnason 7
Átti mjög flottan landsleikjaglugga og hjálpaði ungum leikmönnum í kringum sig mikið.
Albert Guðmundsson 8
Skoraði glæsilegt mark með hælnum og var líflegur í sóknarleiknum. Sem betur fer var VAR notað í leiknum og mark hans fékk því að standa.
Mikael Anderson 7
Fylgdi eftir góðri innkomu í Færeyjum. Var gríðarlega vinnusamur og hljóp mikið. Sýndi það sem maður vill sjá frá landsliðsmönnum Íslands.
Aron Einar Gunnarsson 7
Byrjaði alla þrjá leikina. Það er engin tilviljun að þrjú af fjórum mörkum sem við fáum á okkur í glugganum koma eftir að Aron fer af velli.
Jón Daði Böðvarsson 7
Sýndi gríðarlegan stöðugleika í gegnum þennan landsliðsglugga og vann vel fyrir liðið að vanda.
Varamenn sem fá einkunn:
Ögmundur Kristinsson 8 ('46)
*Aðrir spiluðu minna en 20 mínútur
Athugasemdir