Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 08. júní 2022 17:03
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jökull mjög stoltur af vini sínum Ísaki - „Aldrei séð aðra eins umbreytingu á leikmanni"
Jökull Andrésson og Dagur Dan Þórhallsson um Ísak Snæ
Ekki margir sem vinna Ísak í návígi
Ekki margir sem vinna Ísak í návígi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sáttur með lífið
Sáttur með lífið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Marki fagnað gegn Liechtenstein. Ísak er í byrjunarliði U21 landsliðsins sem mætir Hvíta-Rússlandi klukkan 18 í kvöld.
Marki fagnað gegn Liechtenstein. Ísak er í byrjunarliði U21 landsliðsins sem mætir Hvíta-Rússlandi klukkan 18 í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í leiknum umtalaða gegn Stjörnunni
Í leiknum umtalaða gegn Stjörnunni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak Snær Þorvaldsson hefur farið frábærlega af stað með Breiðabliki í sumar, skorað níu mörk í fyrstu átta deildarleikjunum auk þess að skora tvö mörk í einum bikarleik.

Ofan á það skoraði hann tvö mörk í sínum fyrsta U21 landsleik í síðustu viku. Ísak er úr Mosfellsbæ eins og Jökull Andrésson og léku þeir saman með Aftureldingu í yngri flokkunum.

Jökull var til viðtals ásamt bróður sínum, Axel Óskari, á dögunum og var Ísak til umræðu.

Skrítið að sjá hann raða inn mörkum
„Ég er búinn að vera bíða eftir þessu í langan tíma. Ég og Ísak erum bestu vinir, vorum saman í Aftureldingu þegar við vorum litlir. Ég hef alltaf verið hans harðasti gagnrýnandi og er ekkert hræddur við að hrauna yfir hann. Núna síðustu tvö ár, eftir að hann fór frá St. Mirren, þá sagði ég við hann að við ætluðum saman að komast aftur á toppinn," sagði Jökull.

Ísak var á láni hjá St. Mirren í Skotlandi árið 2020 frá Norwich en stoppaði stutt við þar. Hann kláraði svo sumarið 2020 með ÍA og var aftur hjá ÍA á síðasta tímabili.

„Það er svo gaman að sjá hann núna. En hann var aldrei slúttari, þetta er mjög skrítið, hefur alltaf verið aftar á vellinum. Hann er núna farinn að setja einhver mörk, setja boltann í 'sammann', vippa honum á móti Leikni. Ég skil þetta ekki alveg en hann á þetta skilið. Hann er búinn að vera harka, búinn að vera ógeðslega flottur og ég er mjög stoltur af honum."

„Jú, hann getur léttilega farið út aftur. Hann er sterklega byggður og maður er smá öfundsjúkur út í genin. Hann hefur alltaf verið betri en allir í kringum hann síðan hann var þriggja ára og ég sé enga aðra leið fyrir hann en að hann fari aftur út,"
sagði Jökull.

„Hann þarf bara að velja rétta tímann. Með þetta sjálfstraust sem hann er með núna gæti hann gert vel hvar sem er," skaut Axel inn í.

Hugsaði að Ísak væri orðinn skepna
Dagur Dan Þórhallsson, leikmaður Breiðabliks og U21 landsliðsins, var á dögunum til viðtals í hlaðvarpsþættinum Ungstirnin og hann var einnig spurður út í Ísak. Arnar Laufdal er þáttarstjórnandi Ungstirnanna og er hann stuðningsmaður Breiðabliks. Hann byrjaði að tjá sig um Ísak.

„Hann kemur til Breiðabliks og ég sá hann spila fyrsta leikinn í vetur, á móti Stjörnunni. Hann var 'shocking'. Hann kom inn djúpur á miðju, var of þungur og 'touch-ið' var ekki í lagi," sagði Arnar. Síðan hefur Ísak heldur betur stimplað sig inn.

„Ég hef aldrei séð aðra eins umbreytingu á leikmanni. Fyrsta æfingavikan var í rólegri kantinum en hann sagði eftir fyrstu æfinguna að hann væri bara dauður. Ég hugsaði bara hvernig hann yrði þegar við færum inn í erfiða æfingaviku," sagði Dagur.

„Hann var í smá basli en svo var á einum tímapunkti sem ég horfði á hann og hugsaði að hann væri bara orðinn skepna. Það var ekki hægt að ná af honum boltanum og hann hljóp endalaust. Núna er hann að pressa mest, er að hlaupa til baka og vinna bolta, er að vinna skallaeinvígi og góður með mann í bakinu á sér."

Dagur segir að Ísak hafi ekki spilað í fremstu línu fyrr en í lok undirbúningstímabilsins.

„Ég held að það hafi verið fyrst gegn Víkingi í meistarar meistararnir sem hann byrjar í fremstu línu, hafði eitthvað komið inn á vinstri kantinn í einhverjum leikjum."

„Við vorum ekki góðir gegn Víkingi og hann engin undanteknin. Svo fyrir fyrsta leik í deild, gegn Keflavík, voru menn sem fjalla um deildina að velta því fyrir sér af hverju hann væri að spila þessa stöðu. Svo skoraði hann tvö, eftir það skoraði hann tvö aftur og svo tvö aftur."

„Það eru margir leikmenn á Íslandi, ég t.d., sem eru léttir og góðir í fótbolta. Hann er fáránlega góður með boltann í löppunum, fljótur, slúttar vel með hægri og vinstri, góður í loftinu og ég held það séu fáir leikmenn í deildinni sem vinni hann í loftinu,"
sagði Dagur.

Viðtalið við Andréssyni og Dag má nálgast í spilurunum hér að neðan.
Ungstirnin: Sumarglugginn og Dagur Dan gestur
Synir Andrésar hins sterka ræddu málin - Sverðó og Jökull til Örebro?
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner