Branthwaite á lista Man Utd - Lampard vill ræða við Rangers - Messi ætlar að klára ferilinn í Argentínu
   fim 08. júní 2023 09:30
Elvar Geir Magnússon
Moyes djammaði alla nóttina í Prag
Mynd: Getty Images
David Moyes vann sinn fyrsta stóra titil á stjóraferlinum í gær þegar West Ham sigraði Fiorentina 2-1 í úrslitaleik Sambandsdeildarinnar.

Hann fagnaði titlinum af mikilli innlifun og var myndaður í miðbæ Prag í Tékklandi, þar sem úrslitaleikurinn fór fram, klukkan 4 í nótt.

Eftir að hafa fagnað á leikvangnum fór liðið í rútu á hótel sett. Þar fyrir utan var dansað með stuðningsmönnum áður en haldið var heljarinnar partí í lokuðum sal.

Hluti af hópnum hélt svo gleðskapnum áfram og kannaði næturlífið í Prag, þar á meðal stjórinn David Moyes.

Athugasemdir
banner
banner
banner