Pickford klárar ferilinn hjá Everton - Arsenal gæti fengið Kolo Muani - Van Nistelrooy leitar til Man Utd
   fös 08. júlí 2022 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Crewe
Segir blönduna góða og liðið gríðarlega öflugt
Icelandair
Sara hress á æfingu í gær.
Sara hress á æfingu í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sara Björk Gunnarsdóttir.
Sara Björk Gunnarsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
'Það er alltaf mikið stolt og mikill heiður að fá að leiða liðið út'
'Það er alltaf mikið stolt og mikill heiður að fá að leiða liðið út'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sara Björk Gunnarsdóttir setti sér það markmið á meðan hún var barnshafandi að leiða íslenska landsliðið út á Evrópumótinu í sumar.

Núna er Sara mætt ásamt landsliðshópnum til Englands þar sem hún kemur til með að leiða liðið inn í fyrsta leik gegn Belgíu næstkomandi sunnudag.

„Við skulum ekki 'jinxa' það," sagði Sara létt í hlaðvarpi á dögunum.

„Á þessum tímapunkti þegar ég sagði þetta þá sagði ég líka við sjálfa mig að ég þyrfti að taka einn dag í einu. Ég var ekkert að stressa mig of mikið á hlutunum. Það er fínt líka að segja það og svo heldur þú bara þínu striki. Síðan er þetta svo fljótt að líða og allt í einu erum við bara mætt hérna. Ég fæ vonandi að leiða liðið út 10. júlí gegn Belgíu."

„Það er alltaf mikið stolt og mikill heiður að fá að leiða liðið út," segir Sara.

Líkaminn heldur með mér
Það er mjög erfitt að koma til baka eftir barnsburð og Sara hefur ekki náð að spila marga leiki að undanförnu. Hún náði að leika 90 mínútur í æfingaleik gegn Póllandi og gerði það vel. Hvernig er standið fyrir EM?

„Ég er enn í smá sjokki yfir því hvernig líkaminn er búinn að vera. Hann heldur með mér," segir Sara.

„Ég er búin að vera ótrúlega góð. Ég er með frábært teymi í kringum mig. Ég er búin að vera fersk á æfingum og mér líður ótrúlega vel. Ég er að reyna að taka þetta dag fyrir dag og sjá hvernig mér líður. Ef mér verður eitthvað illt þá erum við með frábært sjúkrateymi sem lagar það."

„Ég er búin að halda mér góðri hingað til og ég vona að ég geti nýst liðinu vel á mótinu."

Byrjum á því að vinna leik
Það eru miklar væntingar gerðar á liðið fyrir mótið sem er framundan þar sem liðið hefur sjaldan ef aldrei verið eins spennandi og núna. Er þetta besta landslið sem Sara hefur verið í?

„Það er búin að vera ótrúlega mikil þróun síðustu ár, mikil kynslóðarskipti. Ég held að við höfum líklega aldrei verið með jafnmarga leikmenn að spila í svona ótrúlega góðum deildum og toppliðum. Ég held að við séum með gríðarlega öflugt lið og mikið af X-faktorum sem geta breytt leikjum. Við erum með góða blöndu af gömlum og ungum, góð blanda."

Hvað er ásættanlegur árangur fyrir þetta frábæra lið á þessu móti sem er framundan?

„Ég ætla ekki að tala mikið um það. Við ætlum að byrja á því að vinna einn leik," segir Sara.

Hægt er að hlusta á allt spjallið við landsliðsfyrirliðann í spilaranum hér fyrir neðan.

Leikir Íslands á EM:
10. júlí gegn Belgíu (Academy Stadium, Manchester)
14. júlí gegn Ítalíu (Academy Stadium, Manchester)
18. júlí gegn Frakklandi (New York Stadium, Rotherham)

Sjá einnig:
„Ég er komin til baka, ég er orðin ég sjálf"
Sara er komin aftur - Fyrirliðinn fer yfir síðastliðin tvö ár
Athugasemdir
banner
banner
banner