Enska úrvalsdeildin er farin aftur af stað og það þýðir að Garth Crooks, sérfræðingur BBC, er kominn úr sumarfríi og farinn að velja úrvalslið umferðarinnar að nýju. Hér má sjá lið 1. umferðar.
Varnarmaður: Eric Dier (Tottenham) - Spursarar byrjuðu á sigri gegn Southampton þar sem Dier var meðal markaskorara.
Miðjumaður: Ilkay Gundogan (Manchester City) - Hrikalega mikilvægur á miðju Englandsmeistara Man City sem unnu West Ham.
Miðjumaður: Kevin de Bruyne (Manchester City) - Sá til þess að West Ham fékk ekki mikið að hafa boltann.
Miðjumaður: Dejan Kulusevski (Tottenham) - Hefur verið frábær viðbót við Tottenham liðið. Skoraði um helgina.
Sóknarmaður: Erling Haaland (Manchester City) - Byrjar á tveimur mörkum í 2-0 sigri. Hversu mörg mun hann skora í vetur?
Athugasemdir