Frank vill endurnýja kynni sín við Schade - Guehi eftirsóttur - Upamecano til Liverpool?
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
Sævar Atli: Skrítnasti leikur sem ég hef spilað lengi
Elías: Leiðinlegt fyrir mig - Þeir eru ekki með hátt xG
Valur Gunnars: Tveir gaurar sem geta barist og hlaupið endalaust
„Veit ekki hvort maður eigi að kalla það frétt eða ábendingu um slúður"
Segir að Fram þurfi að gera betur - „Skrítið ef ég verð ekki áfram"
Segir mörkin í blóðinu - „Þegar Víkingur sýnir áhuga þá veit maður að það er ekkert grín“
Boris Arsic: Höfum ekki reynslu af svona veðri
Agla María: Sérstaklega frábært að hún skoraði fyrsta markið sitt
Nik: Náðum ekki almennilegum takti en framtíðin er björt
Þórir á eitt ár eftir og tekur stöðuna - „Það er þreytt"
Ísak Bergmann: Maður þarf stundum að klípa sig
Aron Einar: Ekki til í minni orðabók
banner
   fös 30. maí 2025 20:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þrándheimi
Sveindís: Finnst eiginlega bara heimskulegt að ég hafi gert þetta
Icelandair
EM KVK 2025
Sveindís Jane Jónsdóttir.
Sveindís Jane Jónsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Manni líður svona eins og maður hafi tapað," sagði Sveindís Jane Jónsdóttir eftir 1-1 jafntefli gegn Noregi í Þjóðadeildinni í kvöld.

Sveindís skoraði mark Íslands í leiknum en okkar stelpur voru lengst af yfir á Lerkendal.

Lestu um leikinn: Noregur 1 -  1 Ísland

„Við náum ekki að klára leikinn og það er svekkjandi."

Sveindís var beðin um að lýsa markinu sem hún skoraði. „Ég fékk frábæra sendingu frá Karó og ég tek hægri bakvörðinn einn á einn. Ég veit að hún er ekki bakvörður að upplagi. Ég kötta bara inn og set hann á nær."

Varstu eitthvað búin að skoða að hún væri ekki bakvörður?

„Sædís (Rún Heiðarsdóttir) spilar með henni og hún sagði mér að hún væri miðjumaður. Ég man líka eftir því að hún var í þessari stöðu í síðasta leik og maður finnur að hún er ekki örugg þar," sagði Sveindís.

Sveindís komst nálægt því að bæta við öðru marki í seinni hálfleik með hælspyrnu. Boltinn fór rétt fram hjá markinu.

„Mér finnst eiginlega bara heimskulegt að ég hafi gert þetta. Ég leit ekki upp og veit ekki hvort einhver hafi verið laus. Maður skorar ekki oft svona mark og þetta var eiginlega bara illa farið með gott færi. Ef þetta hefði endað inni þá hefði þetta verið stórkostlegt, en maður skorar ekki oft með bakið í markið."

„Það eru ekki slæm úrslit þannig séð að gera 1-1 jafntefli við Noreg á útivelli en þegar þú ert 1-0 yfir svona lengi er þetta mjög svekkjandi," segir Sveindís en allt viðtalið við hana má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner